Færsluflokkur: Bloggar

Jæja.... barasta allt eðlilegt!!!

Maður setur smá spurningamerki þegar talað er um eitthvað sé eðlilegt í tengslum við þetta félag.

Byrjum t.d. á Sterling (hringekkjunni). Þar var líka allt eðlilegt (eða hvað??). Þar var keypt vita verðlaust flugfélag á einhverja milljarða (minnir að þeir hafi verið 4 eða 5 milljarðarnir). Síðan var keypt annað félag (Maersk að mig minnir)  sem ég sá á einhverri vefsíðunni að með því að taka við skuldunum að þá fengu þeir meðgjöf með því félagi (þessar skuldir erum við sennilega að borga núna, allavega borguðu eigendurnir þær sennilega aldrei, eigendurnir tóku bara út peninga en skuldirnar eigum við að borga). Þessi flugfélög voru sameinuð í eitt Sterling og síðan var þetta verðlausa flugfélag selt til FL group fyrir einhverja 11 milljarða. Síðan var flugfélagið selt aftur (ég man ekki hvort það var í eitt eða tvö skipti í viðbót og endaði þó á að vera selt á 20 milljarða (þó það hafi verið jafnverðlaust og í upphafi). FL sagðist hafa grætt ógurlega á sölunni (nema hvað þeir áttu stóran hlut í nýja félaginu sem keypti) og veittu þar að auki að mig minnir 14 milljarða sem kaupendalán (eða hvernig sem það var nú orðað) sem var held ég svo aldrei borgað til baka. Þeir gátu sýnt fallegan hagnað á þessari sölu í bókhaldinu þó raunin var kannski óheyrilegt tap á þessum viðskiptum. Sennilega er allt í sambandi við Fons bara svona fallegar tölur sem anganvegin stóðu. Til að mynda þessar 40 milljarða eign fé sem var grundvöllurinn fyrir þessum gríðarlega arði sem eigendurnir greiddu til sjálfs síns (Arðurinn hefur væntanlega verið beinharðir peningar sem "gætu" hafa ratað í einhver skattaskjól). Þetta eigin fé?? Var það kannski búið til úr einhverju loftbóluhlutabréfum í einhverjum félögum sem gengu kaupum og sölum á milli sömu mannanna á þeim tíma (til að mynda Stering og fl.)??  Var þetta "eigin fé" kannski í raun og veru nánast ekkert, en á pappírum var það yfir 40 milljarðar!! Til að hægt væri borga sjálfum sér fullt af peningum?? Var ekki þegar byrjað að hrannast upp óveðurský seinnipart 2007 og menn áttu kannski frekar að fara varlega í stað fyrir að "dæla" út peningum úr félögunum í formi Arðs (arðs sem að mestar líkur var að engin innistæða var fyrir). Mér finnst þetta (ásamt svo óheyrilega mörgu tengt þessum ævintýramönnum) vera svo fáránlegt að maður verður eiginlega reyður þegar þessir menn koma í blöðin til að reyna að réttlæta þessar svikir allar. Með öll þessi svik á bakinu að þá mundi maður kannski reyna að láta fara lítið fyrir sér og vonað það besta. Nei nei ekki svona sorp... Halda þessir menn að með því að koma með yfirlýsingu í blöðin að þá muni landsmenn (sem flestir eru að missa húsnæði sín vegna þessara manna) bara allt í einu gleyma öllu baslinu,  í vorkunnsemi til þessara manna. Ég held satt best að sá tími sé liðin. Það var hægt að plata okkur á sínum tíma en ég held að við öll kaupum ekki þetta núna. 

Það má svona bæta við í lokin að þegar hringekkjunni var lokið og mennirnir fóru að tína eignirnar út úr félögunum (til að skilja bara eftir skuldir handa okkur) að þá keyptu þessir menn þessar eignir sem áður fóru á fullt af milljörðum (fullt af þúsundum milljóna) á einhverja þúsundkalla. Það kemur fram í fréttinni að Fengur "KEYPTI" Astraeus flugfélagið á 50 þúsund bresk pund sem gerir einhverja 10,5 milljónir eða minna en lítil íbúð í blokk (ath heilt flugfélag). 

Vona bara að allt verði rannsakað og þeir peningar sem að öllum líkindum hafa verið "stolið" undan að þeir verði sóttir til baka.  Ég held að engin af þessum mönnum finni til einhvers "skorts" eftir hrunið (sem má að einhverju eða öllu leiti eigna þeim).  Eini munurinn er sennilega sá að það er kannski "örlítið" minna af fáránlegum loftbólu-lúxus. Þeir búa í nánast sama lúxusnum og fyrir hrun, keyra um á sömu lúxusbílunum og eru sennilega með fullar hendur fjár á meðan þjóðin (sem þeir settu á hausinn) berst um í bökkum.

Annað var það ekki. 

Kveðja thaiiceland ti-twitter www.thaiiceland.com - thaiiceland heimasíðan. Endilega kíkja.

mbl.is Pálmi: Öll skilyrði fyrir arðgreiðslu fyrir hendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóvá, Milestone skrípaleikurinn

Hvert sem maður horfir að þá blasa allsstaðar við spilling og sukk sem hefur kostað þjóðfélagið ótrúlegar upphæðir og á eftir að kosta okkur ábygglega fullt í viðbót.

Eitt af þessum stóru málum eru málefni Sjóvá tryggingafélagsins. Þar sem bótasjóðirnir voru mergsognir út úr félaginu svo ekkert var eftir þegar lauk og varð hreinlega að stofna nýtt félag úr rústunum með ótrúlegum kostnaði. Það tók ekki langan tíma að mergsjúga Þetta fyrrverandi stönduga fyrirtæki.

Nú hafa staðið yfir yfirheyrslur til að finna út einhverja sökudólga fyrir þessu. Hvað hefur komið út úr því?? Allir sem hafa komið í þessar yfirheyrslur eru SAKLAUSIR. Allir benda á einhverja aðra sem sökudólga en engin gerði eða vissi neitt.

1. Litlibróðir bendir á stórabróður og segir að hann hafi alltaf viljað ráða öllu og sagði engum neitt. Ef litlibróðir maldaði eitthvað í móinn að  þá hvæsti stóribróðir og sá litli vissi náttúrulega ekkert. Hann var látin skrifa undir pappíra í gríð og erg án þess að hafa lesið nokkuð og aldrei vissi hann neitt!!

2. Stóri bróðir bendir á alla forstjóra og aðstoðarmenn sem stjórnuðu fyrirtækjunum. Það voru þeir sem skrifuðu undir samninga þá sem fyrirtækin gerðu og hann bara treysti þeim. Hann vissi svo sem ekkert þó hann hafi verið stærsti hluthafi að þá vissi hann EKKERT hvað fyrirtækin hans voru að gera eða hvað þau voru að  fjárfesta!! Hann er bara fórnarlamb slæmra stjórnenda fyrirtækjanna sinna. (ekki ósvipuð rök og Björgúlfur yngri sagði vegna Landsbankans).

3. Fyrrverandi forstjóri segist ekkert hafa vitað hvað hann var að skrifa undir. Hann hafi bara gert það sem honum var sagt að gera (ATH. þetta er stærsti yfirmaður fyrirtækisins og hann gerir bara það sem honum er  sagt að gera). Hann gat ekki lesið alla samninga sem hann skrifaði undir og hann bara treysti þeim sem ráðlögðu honum. Hann vissi þá náttúrulega ekkert um hversu gríðarlegar fjárhæðir þessir samningar voru sem hann var að skrifa undir. 

Ég verð að segja að þetta er svo fáránlegt sem mest getur verið. Það er auðvitað ekki hægt að benda á einhvern einn og segja þessi er sá seki en hinir saklausir. Auðvitað bera allir sök. Hversu fáránleg samskipti þessara manna voru innbyrðis skiptir ekki megin máli. Þegar um svona gífurlegar fjárhæðir var að ræða að þá trúi ég því ekki að engin af þeim hafi vitað neitt.

Í fyrsta lagi að ef yngri bróðirinn átti að skrifa undir hitt og þetta sem hann vissi ekki um að þá átti hann náttúrulega ekki að skrifa undir. Það er hans réttur og hann á að vita (sem fullorðin einstaklingur) að hann gæti verið í slæmum málum ef hann skrifar undir einhverja pappíra sem hann veit EKKI NEITT hvað eru. Ég held að hann hljóti að hafa einhvern grun um hvað hann var að skrifa undir. Hins vegar getur verið að hann hafi verið undir þrýstingi en ég á erfitt með að trúa að hann vissi ekkert.

Í öðru lagi að stærsti hluthafi (og meirihlutaeigandi) hlýtur að hafa vitað þegar RISA samningar eða fjárfestingar voru gerðir. Mér dettur bara ekki í hug að trúa því að hann vissi ekkert. Það er svo fáránlegt að ég eyði bara ekki meiru í það.

Í þriðja lagi að forstjóri í stóru fyrirtæki gerir bara ekki eitthvað "bara að því honum er sagt að gera það". Maðurinn var ráðin til að stjórna en ekki öfugt. Það er engin afsökun að segjast hafa bara farið eftir skipunum. Þetta voru bara ekki einhverjir smáaurar innan fyrirtækisins sem hann var að ráðstafa "vegna beðni annarra". Ef honum sjálfum fannst ekki rétt farið með "allan bótasjóð félagsins" að þá átti hann bara ekki að samþykkja og kannski í kjölfarið að segja starfinu lausu (nóg var svo sem að góðri vinnu á þessum tíma). Sem forstjóri að þá er hann æðsti yfirmaður fyrirtækisins og "hann ræður" en fer ekki bara eftir því sem aðrir segja honum.

Það þekkja sennilega allir það að maður á ekki að skrifa upp á eitthvað sem maður getur ekki staðið við og þessa reglu hafa flestir fasteignaeigendur í huga þegar þeir eru beðnir að skrifa upp á eitthvað og þá er oft tekin sú ákvörðun að skrifa ekki undir þar sem fólk óttast afleiðingarnar. Þarna eru hins vegar allir að skrifa undir tugmilljarða (tug-þúsundir milljóna) og depla ekki auga. Skrifa undir vegna þess að þeir eru beðnir um það!! Engar spurninga ekki neitt!! Þetta eru tug-þúsundir milljóna og menn hafa ekki einausinni fyrir því að lesa pappírana?? Bara gera það sem einhver segir þeim!! þetta er svo mikill skrípaleikur að þetta er ekki einausinni fyndið!! Maður á ekki til orð.

Annað var það ekki. 

Kveðja thaiiceland
www.thaiiceland.com thaiiceland heimasíðan endilega kíkja.

Hrunið

Ýmislegt hefur verið skrifað um bankahrunið frá því að allt hrundi fyrir rúmu ári.
Mest hefur verið skrifað um hrunið sjálft og ástæður hrunsins og hverju eða hverjum sé um að kenna. Flestum ber saman um að nokkrir samverkandi þættir hafi valdið hruninu og stærstu atriðin séu Spilling og Græðgi Banka og Útrásarmanna sem ásamt mjög erfiðum ástæðum í hinum alþjóðlega lánsfársmarkaði hafi skellt bönkunum (og nánast öllu efnahagslífi Íslands um leið).
Hverjum er mest um að kenna eru skiptar skoðanir og koma iðulega upp nöfn eins og Davíð Oddson (sumir segja að barátta hans til að knésetja Baugsveldið hafi náð hámarki með yfirtöku Glitnis og hruni Bankakerfisins), Jón Ásgeir Jóhannesson (og Baugsfjölskyldan), Hannes Smárason (FL group og fl.), Sigurður Einarsson (Kaupþing), Sigurjón Árnason (IceSave tær snilld), Björgúlfsfeðgar (Landsbanki, Eimskip og fl.) og fleiri (Sennilega má sjá flest ef ekki öll nöfnin sem nefnd hafa verið á http://www.hvitbok.vg/) jafnvel virðist sem nú að sumir (aðallega þá stjórnarandstæðingar) vilji meina að VG beri mesta ábyrgð (hvernig sem hægt er að heimfæra það). En þó eru nánast allir sammála að um tiltölulegan lítill hóp manna sem fór fyrir Útrásinni og stjórnun bankanna sé mest um að kenna.
Hver svo sem á stærstu sök á hruninu að þá er nokkuð ljóst að um tiltölulega litin hóp manna er hægt að nánast eigna ástæður hrunsins hér á landi.
Nú vaknar upp sú spurning hvernig þjóðinni og einstaklingum hafi getað tekist á við vandan og hvernig málum sé háttað hjá okkur eftir þetta. Það kemur reglulega fram í fjölmiðlum að atvinnuleysi hefur aldrei verið meira (og sjálfsagt muna elstu menn ekki annað eins). Annað hvert fyrirtæki er í raun tæknilega gjaldþrota. Sennilega er búið er að koma bönkunum í skjól. Enn eru gjaldeyrishöft og menn segjast vera að reyna að bjarga heimilunum í landinu (en enn sem komið er, er ekki nóg að gert þar). Þetta er sjálfsagt hrun að þeirri stærðargráðu að ekkert er auðvelt í stöðunni og sennilegt að aldrei verði hægt að bjarga öllu og sennilega munu heimilunum blæða mest.
Það er sjálfsagt erfitt að forgangsraða í þessari stöðu. Ef öllum fjármunum verður varið til að bjarga heimilunum en fyrirtækjunum látið blæða út að þá verður sjálfsagt tjaldað til einnar nætur og við í verri málum á morgun. Ef öllum peningunum væri varið í að bjarga fyrirtækjunum að þá hrynja heimilin og hvar eiga þá fyrirtækin að fá sína viðskiptavini. Sjálfsagt mun öllum blæða en maður hefur það á tilfinningunni að heimilin munu blæða mest.
Hvernig reiðir þeim svo af sem flestir eru sammála um að séu "þeir seku" í hruninu?
Flestir ef ekki allir eru fluttir erlendis. Hvers vegna?? Hrundi fjárhagsleg staða þeirra svo mikið að þeir hafa ekki lengur efni á að búa á Íslandi?? Ef fjárhagsleg staða þeirra hefur hrunið að þá er hún svo slæm að flestir þeirra búa í húsnæði þar sem verðmiðin nær ekki einisinni 1 milljarði (1 þúsund milljónir) þó ekki allir, því sumir virðast náð að nurla saman hátt á annan milljarð í sitt hreysi. Oft er þetta svona á bilinu 400 til 600 miljóna króna húsnæði sem þeir búa í (ef miðað er við grein blaðamanns dv, sjá http://www.dv.is/brennidepill/2010/1/21/islenskir-audmenn-eins-og-kongar-i-london/). Það sjá allir að þeir líða auðvitað mikinn skort.
Nú rúmu ári eftir að allt hrundi eru nú fyrstu ákærur tengdar hruninu. Ef einhver hefur búist við að einhverjir fyrrnefndir aðilar séu á þeim lista að þá er það ekki. Þrátt fyrir alla umræðu og spekulasjónir hverjir séu hinir seku, mótmæli til að knýja fram breytingar, baráttu til að þeim seku verði refsað að þá eru þeir fyrstu sem ákærðir, eru mótmælendurnir sjálfir!!! Þeir sem hafa barist fyrir að einhverjir muni sæta ábyrgð!! Enn vitum við ekki hvort þetta verða einu aðilarnir sem ákærðir verða vegna bankahrunsins. Þó er sjálfsagt hægt að finna fleiri mótmælendur sem fóru yfir strikið og hægt væri að láta dúsa í fangelsi fyrir. Þetta eru aðal glæpamennirnir. Ég skal ekki dæma um það hvort mótmælendur fóru yfir strikið á einhverjum tímapunkti. Sjálfsagt gerðu þeir það einhverju sinni.
Hins vegar þurfti að koma rödd fólksins að (hvort sem menn finnist það hafa borið árangur eða ekki). Það er einkennilegt að þeir sem reyndu að koma einhverjum breytingum að séu fyrstu fórnarlömb réttvísinnar og enn furðulegra í ljósi þess að þeir sem öllum ber saman um að séu "sekir" lifa í lúxus í útlöndum í mörg hundruð milljóna króna húsunum sínum, keyrandi lúxusbílana sína og kannski sumir en með lúxus einkaþoturnar sínar. Ég held satt best að segja að almenningi í landinu sé verulega misboðið.
Hvað getum við almenningur gert?? Sennilega ekkert!! Við getum sjálfsagt bloggað og bloggað og bloggað okkur vitlaus, það eru ansi margir sem hafa skrifað eitthvað um þetta, en sjálfsagt gerist ekkert. Margir þeir hinna "seku" eru í hinum og þessum trúnaðarstörfum fyrir skilanefndir eða stjórnun fyrirtækja í eigu "nýju" bankanna. Alveg sama hversu margir skrifa um það að það virðist bara engu breyta. Sumir þeirra sem áttu stærstan þáttinn í hruninu eru að koma með "ný tækifæri" fyrir okkur (hvað svo sem þau tækifæri eiga að gefa okkur). Það virðist sem svo að þeir sem komu almenning á hausinn og íslandi á vonarvöl eigi nánast allir að fá sín tækifæri á meðan almenningur fær að dúsa í fangelsi fyrir að mótmæla þessu.
Maður spyr sig??? í hvernig þjóðfélagi búum við?? Erum við í Kína? þar sem almenningur má ekki mótmæla nokkru. Nei örugglega ekki því jafnvel í Kína er spilling ekki látin líðast. Hvers konar þjóðfélag búum við í?? þar sem nokkrir einstaklingar fá að fara hamförum um efnahag landsins og fá fyrir vikið annað tækifæri eða í versta falli ritstjórastöður en almenningur sem vogar sér að mótmæla þessu er umsvifalaust leiddur fyrir dómara og á von á ársfangelsi fyrir vikið!!
Ég geri mér grein fyrir því að þeir sem stjórna landinu hafa sennilega haft ærin starfa við að reyna að bjarga landinu frá hreinu skipsbroti og hafa kannski ekki getað gefið sér í að sjá um þessi "minni" mál, hins vegar held ég að allur almenningur sé nánast búin að fá nóg. Þeir sem stjórna landinu að ef þeir geta ekki sjálfir tekið aðeins í taumana að þá eiga þeir að setja einhverja þá aðila sem þeir treysta í að reyna að taka til þar (einhverja hlutlausa aðila sem eru ekki á spena eignamannanna, sem er kannski ómögulegt að finna).
Það byggir held ég engan vegin traust og samheldni í landinu að á meðan "seku" mennirnir séu frjálsir með fullar hendur fjár, lifandi í hinum mesta lúxus að þá séu mótmælendur fangelsaðir í stórum stíl. Ef menn á annað borð þurfa að ákæra að þá hefði verið betra að sjá það gerast um svipað leiti og þegar hinir raunverulegu sökudólgar hrunsins fái ákærur.

meira var það ekki.
Kjarri thaiiceland
(Kjartan Adólfsson)


Kveðja thaiiceland

ti-twitter www.thaiiceland.com thaiiceland heimasíðan. Endilega kíkja.


Ný síða....

Jæja þá er ég loksins orðin nokkuð sáttur við vefinn minn www.thaiiceland.com Enda búin að leggja mikla vinnu í síðuna undanfarið. Auðvitað má alltaf finna eitthvað sem vantar.... er ofaukið.... má vera öðruvísi... En í heildina er ég orðin bara mjög ánægður. Á síðunni er hægt að hlusta á yfir 400 útvarpstöðvar bæði frá Asíu og frá Skandínavíu og er hugmyndin að reyna að fjölga þeim enn meira seinna. Þar er líka hægt að fá leitarniðurstöður frá yfir 70 mismunandi leitarvélum, allt frá Google til wikileaks (sem er sennilega vinsæl leitarvél hjá okkur Íslendingum nú um stundir). Svo er hægt að þýða frá (í) Thailensku í (frá) 48 öðrum tungumálum (meðal annars Íslensku). Og auðvitað linkar á sendiráð og ræðismenn Thailands og Íslands og reyndar hægt að fynna nánast öll sendiráð eða ræðismenn allra þjóða alls staðar. Og svo að endingu er þarna leikir fyrir smærri krakkana (er persónulega illa við ofbeldisleiki svo ég er bara þarna með þá leiki sem ég tel ekki ofbeldisleikir).

Bara endilega kíkja á þetta hjá mér. Þó auðvitað finnst öllum sinn fugl fagur að þá vona ég að öðrum finnist líka að þetta sé þokkalegt hjá manni.

 

Kveðja Kjarri thaiiceland. 


Furðulega orðuð frétt.....

Ég var að lesa frétt á visir.is og þar var ég svolítið hissa á orðalaginu þar. Sjálf fréttin er auðvitað ekkert til að gera grín að en orðalagið er nú þannig að maður getur ekki annað en talað um það. Setningin kemur hér óbreytt (samkvæmt Púka mbl að þá á að vera í í orðinu músiímskra en þar sem ég tók setninguna beint af visi.is að þá breytti ég því ekki)

Óeirðirnar í Xinjiang hófust þann 5. júlí síðastliðinn þegar átök urðu milli múslimskra frumbyggja í héraðinu og aðkomumanna. Að minnsta kosti 200 fórust í átökunum og 1600 létust. Þá flýðu þúsundir múslima höfuðborgina af ótta við afleiðingar sem þeir töldu að myndu hljótast af átökunum 

Linkur á fréttina http://www.visir.is/article/20091203/FRETTIR02/97434791/-1

Nú hef ég persónulega alltaf verið í vandræðum með stafsetningu og oft sem ég skrifa vitlaust (þó sjaldnast á mbl, þökk sé Púka leiðréttingarforritinu) En eins og flestir aðrir fæddir Íslendingar að þá tel ég mig skilja málið þokkalega vel. Ég veit ekki með ykkur en minn skilningur er að þegar sagt er að 200 mans hafi farist að það þýði 200 dánir. Á sama hátt er minn skilningur á að 1600 manns létust að þá hafi 1600 manns dáið. Eftir lestur á fréttinni að þá er maður bara eitt spurningamerki?????? Hvort dóu 200 manns eða 1600 manns???????

Þó ég hafi undanfarin ár verið erlendis að þá held ég samt að mín Íslenska hafi ekki dalað svo að tiltölulega einfaldar setningar valdi manni töluverðum heilabrotum??? Það mætti halda að þessi frétt hafi verið þýdd úr erlendri frétt í einhverri flýti og ekki vandað til og annaðhvort orðið fórust eða orðið létust hafi verið vitlaust þýtt og eigi að vera eitthvað annað. Það sem mér dettur helst í hug að 200 hafi látist og 1600 særst.  

Jæja þetta er kannski meira til gamans en samt er auðvitað alvarlegt þegar mikið er af mistökum í fréttum. Maður getur ekki treyst fullkomlega á fréttir þegar mikið er af mistökum (sennilega er traustið á fréttamennsku þegar orðið allt of lítið eftir bankahrunið þar sem kannski vantaði þetta aðhald fjölmiðla fyrir hrun).

 Nóg í bili

Kveðja thaiiceland ti-twitter www.thaiiceland.com thaiicelan heimasíðan mín. Endilega kíkja.
Nýja "twitterið" mitt ti-twitter twitter.com/thaiiceland
Fyrir þá sem hafa áhuga á Windows 7

Mynni auðvitað líka á greinarnar mínar á thaiiceland vefnum

...hún dáið úr malaríu 9 ára. Það hafði komið fram í blöðum um 50 árum áður en hún heimsótti manninn...
...hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út....
...pakka sem innihélt 2 fartölvur, gullkeðju, 2 dýra farsíma og síðast en ekki síst USD 8.500 dollara í seðlum....
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????)...
..(fyrsta sinn sem ég hef heirt að nokkur skot í mann séu ekkert hættulegt)...

www.thaiiceland.com

 


Bónus

Ég reyni að forðast soldð að blanda mér í deilur en þó finnst mér eiginlega ástæða til að aðeins staldra við varðandi Jóhannes (oftast kenndur við bónus) (setning sem fylgir nánast öllum fréttum um manninn).  Nú vill þessi Jóhannes (oftast kenndur við Bónus) meina að Morgunblaðið eða aðilar tengdir því blaði séu að ráðast á fjölskylduna og reyna að knésetja hana. Síðan bendir hann á einhver gjaldþrot og fleira tengdum þessum aðilum máli sínu til stuðnings. Ég ætla mér ekki að fara að verja morgunblaðsmenn á neinn hátt (er ekkert allt of sáttur við það fólk og það getur vel verið að eitthvað af þessu sé rétt). Hins vegar finnst mér þetta endalausa tal um "að það sé verið að rakka baugsfjölskilduna niður" orðið hvimleitt. Allt sem kemur upp á yfirborðið hjá þessari blessaðri fjölskildu er endalaust einhver rógburður frá öfundsjúku fólki. Nú langar mig aðeins að forvitnast. Þegar allt lék í lindi var þá ekki stundum farið helst til of geyst í lúxusnum. Hvernig er það...  er það einhver rógburður sem engan vegin stenst að bruðlið hafi farið úr öllu samhengi... 
splunkuný einkaþota fyrir einhverja milljarða....
Splunkuný lúxussnekkja fyrir einhverja milljarða....
Eitthvað lúxushúsnæði í USA fyrir einhverja milljarða..... (miðað við www.hvitbok.vg  að þá keypti Jóhannes (oftast kenndur við Bónus) sjálfur eitthvað lúxushúsnæði í bandaríkjunum (með hraðmeðferð) korteri eða jafnvel tíu mínútum fyrir bankahrun).... 
Fáránlegar lúxusveislur fyrir viðskiptavini og félaga fyrir fáránlegar upphæðir (oftast borgað af þessum almenningshlutafélögum sem mennirnir stjórnuðu)...
Miðað við þau gögn sem hafa komið fram að þá var margt mjög skrítið í varðandi við baugsmálið og einkennilegt að það hafi ekki komið meira úr því (sjá meðal annars www.baugsmalid.is )....
og fleira. Þó ég sé að mörgu sammála Jóhannesi (oftast kenndur við Bónus) varðandi það að það má ýmislegt athuga varðandi þá aðila sem eiga að vera að ráðast á baug að þá finnst mér líka alveg af nógu að taka hjá Baugsfölskilduni sjálfri og það sé eins og að vera að "kasta grjóti úr glerhúsi" að benda á einhverja aðra. Ég er persónulega alveg hættur að taka mark á þessu þegar verið er að reyna að afvegaleiða mann með því að vera sífellt að benda á "vondu mennina" sem eru sífellt að ráðast á "aumingja litla manninn". 
Áður en ég hætti að þá langar mig líka aðeins að minnast á þetta 1998 dæmi. Nú fullyrðir Jóhannes (oftast kenndur við Bónus) að það sé verið að reyna að hámarka verðmætið.
Nú geta verið ansi margar hliðar á þessari setningu. Ef einn fær stærri sneið að þá hlýtur einhver annar að fá minni sneið (nema kakan stækki). Þá er eðlilegt að spyrja. Hámarka verðmætið hjá hverjum?...
Hámarka verðmæti í hag skattgreiðenda??
Hámarka verðmæti lánadrottna (Bankana)??
Hámarka verðmæti eigenda??
Á meðan ekki er algjört gegnsæi í þessu máli að þá getur maður ekki annað en gert ráð fyrir að menn séu að reyna að "Hámarka verðmætið í eigin buddu". 
 

Meira var það nú ekki.
Kveðja thaiiceland ti-twitter www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.
Nýja "twitterið" mitt ti-twitter twitter.com/thaiiceland
Fyrir þá sem hafa áhuga á Windows 7

Mynni auðvitað líka á greinarnar mínar á thaiiceland vefnum  

...hún dáið úr malaríu 9 ára. Það hafði komið fram í blöðum um 50 árum áður en hún heimsótti manninn...
...hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út....
...pakka sem innihélt 2 fartölvur, gullkeðju, 2 dýra farsíma og síðast en ekki síst USD 8.500 dollara í seðlum....
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????)...
..(fyrsta sinn sem ég hef heirt að nokkur skot í mann séu ekkert hættulegt)...

 

 


Skattur á arð (tekjur)....

Það er auðvitað leiðinlegt þegar þarf að hækka skatta hverju nafni sem þeir nefnast. Þó er þetta kannski einn mest misnotaða aðferðin við að losna við tekjuskatt. Að borga sér einhverja lúsarlaun og þiggja síðan óhemju í arðgreiðslur, kaupréttarsamninga eða einhverskonar bónusa í öðru formi en beinna launa.  Af beinhörðum launatekjum þarf maður að borga mikinn skatt. Af fjármagnstekjum er borgaður einhver 10% af fjármagnstekjunum. Það getur verið að þeir sem vilja nota fjármuni sína til fjárfestinga vilji meina að sem minnstur skattur eigi að vera á fjármagnstekjur. Sama viðhorf hefur sjálfsagt flest launafólk til launaskatts. Hins vegar hafa fjármagnseigendur alltaf haft mikil völd og áhrif og auðvitað alltaf getað látið taka tillit til sinna viðhorfa. Það hins vegar vilja fáir tala máli almúgans sem getur ekki látið hluta launa sinna "heita" fjármagnstekjur og hefur alltaf verið dæmdur til að borga fullan skatt. 

Hin gengdarlausa græðgi síðustu ára þar sem langflestir stjórnendur fyrirtækja (allavega þeim sem bar mest á) þáðu stærstan hluta launa sinna í einhvernvegin öðru formi en beinna launa hefur gjörsamlega rústað þessu kerfi. Þegar svoleiðis er að þá verður auðvitað eitthvað að gera. Best er auðvitað að reyna að minnka þetta skattalaga bil eða helst eyða því með öllu. Eins og staða þjóðfélagsins er að það einhver fjarlægur draumur að vonast til að launaskattur geti lækkað. Samt er allavega gott að þarna sé verið að reyna að jafna þetta bil.

Kveðja thaiiceland ti-twitter www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.
Nýja "twitterið" mitt ti-twitter twitter.com/thaiiceland
Fyrir þá sem hafa áhuga á Windows 7

Mynni auðvitað líka á greinarnar mínar á thaiiceland vefnum  

...hún dáið úr malaríu 9 ára. Það hafði komið fram í blöðum um 50 árum áður en hún heimsótti manninn...
...hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út....
...pakka sem innihélt 2 fartölvur, gullkeðju, 2 dýra farsíma og síðast en ekki síst USD 8.500 dollara í seðlum....
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????)...
..(fyrsta sinn sem ég hef heirt að nokkur skot í mann séu ekkert hættulegt)...

 


mbl.is Hluti arðgreiðslna skattlagður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert traust....

þetta þarna "ekkert traust" er kannski voða illskiljanlegt. Það er náttúrulega eðlilegasti hlutur að fólk beri mikið traust til bankana eftir að þeir hafi bókstaflega rústað öllum fjárhag landsins. Og ekki nóg með það. Fjölmiðlar hafa verið uppfullir af allskonar "sögum" um hina ótrúlegustu fjármálagjörninga og spillingu sem gerðust fyrir (og stundum líka eftir) hrun.

Þar endar þetta ekki... heldur eru þessir aðilar sem stjórnuðu bönkunum (og sumir kannski með einhver völd enn) að gera ÓTRÚLEGAR hundruð milljóna kröfur í þrotabúin (rústirnar eftir þá) í formi launa og samningsbundna launaauka (bónusa).. sjálfsagt fyrir vel unnin störf og maður spyr sig í framhaldinu hvort það hafi verið eitthvað eitt af markmiðum bankana að koma á sem stórkostlegustu falli og valda sem stórkostlegustu tjóni fyrir landið og fjölskyldurnar í landinu. Ef það var markmiðið bankana að þá hafa þeir sannanlega náð því og þeir telja sig þá eiga inni töluvert í bónusa fyrir vikið.

Við hin sem sitjum nú í súpunni eftir allt þetta brölt og horfum upp á þetta altsaman eigum það kannski inni að þurfa ekkert endilega að treysta þessum stofnunum og þeim sem sátu í brúnni eða voru þar nærri þegar allt féll (og sitja kannski núna í "Nýju" bönkunum ). Þessum nýju bönkum sem eru allir komnir með ný nöfn. Það ruglar okkur þó ekkert þó þeir séu búnir að skipta um nöfn. Það voru bara 3 stórir bankar til fyrir fall og þeir eru bara þrír enn þó þeir heiti annað. En samt held ég sömu spilltu bankarnir. 

Ég veit ekki um aðra... en ég held að ég skammist mín ekkert fyrir það að vera "soldið" með varan á í viðskiptum við þessa banka. Og eins ætla ég ekkert að treysta þeim neitt sérstaklega mikið á næstunni, held einhvernvegin að það sé ekki mikil breyting í þessum bönkum ef frá er talið nafnabreytingar og stærð (eitthvað eru þeir nú minni en áður). Innihaldið held ég að sé það sama og áður.

Kveðja thaiiceland www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.
Nýja "twitterið" mitt ti-twitter twitter.com/thaiiceland
Fyrir þá sem hafa áhuga á Windows 7

Mynni auðvitað líka á greinarnar mínar á thaiiceland vefnum  

...hún dáið úr malaríu 9 ára. Það hafði komið fram í blöðum um 50 árum áður en hún heimsótti manninn...
...hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út....
...pakka sem innihélt 2 fartölvur, gullkeðju, 2 dýra farsíma og síðast en ekki síst USD 8.500 dollara í seðlum....
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????)...
..(fyrsta sinn sem ég hef heirt að nokkur skot í mann séu ekkert hættulegt)...

 


mbl.is Bankar fara ekki að reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gat á vegg í skólastofu.....

Gat á vegg í skólastofu... ekki er það alveg svo. Flestir (ef ekki allir) skólar í Thailandi eru byggðir þannig að fyrir framan skólastofurnar er gangur (á sama hátt og gangur er fyrir framan Íslenskar skólastofur). Hins vegar að vegna þess að veðrið hér er "aðeins" öðruvísi en á Íslandi að þá þarf ekki að loka þessum gangi inni í skólabyggingunni, heldur er hann úti. Oftast er svo steyptur bekkur þar sem krakkarnir geta setið á sem skilur á milli gangsins og leiksvæði barnanna. Oftast er svo bil undir bekkjunum og fer eftir hönnuninni hvað það er stórt. Þarna virðist sem þetta bil undir steyptu bekkjunum hafi verið rétt mátulega stórt til að drengurinn næði að troða hausnum á milli... en ekki nógu stórt til að ná hausnum til baka. 

Þegar maður sá þessa frétt að þá minnir hún svolítið á frétt frá Kína sem var hér í fréttum fyrir 1-2 vikum síðan. Þar var krakki sem trauð sér á milli húsa. Þar gilda sennilega ekki sömu byggingareglur og á Íslandi sem segja til um lágmarks bil á milli húsa. Þetta barn trauð sér á milli húsanna töluvert langt inn og festist. Þar þurfti að brjóta gat á vegg til að komast að barninu og bjarga því. Sem betur fer var því barni bjargað eins og þessu Thailenska. 

Kveðja thaiiceland www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.
Nýja "twitterið" mitt ti-twitter twitter.com/thaiiceland
Fyrir þá sem hafa áhuga á Windows 7

Mynni auðvitað líka á greinarnar mínar á thaiiceland vefnum  

...hún dáið úr malaríu 9 ára. Það hafði komið fram í blöðum um 50 árum áður en hún heimsótti manninn...
...hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út....
...pakka sem innihélt 2 fartölvur, gullkeðju, 2 dýra farsíma og síðast en ekki síst USD 8.500 dollara í seðlum....
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????)...
..(fyrsta sinn sem ég hef heirt að nokkur skot í mann séu ekkert hættulegt)...


mbl.is Taílenskur Emil í Kattholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirmiðdegis te með Susan Boyle...

Susan Boyle er ein af skemmtilegri konum sem maður hefur séð. Hún kom sá og næstum sigraði í Breska sjónvarpinu. Þætti sem (ef ég man rétt) heitir "British got talent". Það eru skiptar skoðanir um þennan þátt og virðist sem stjórnendur þáttana hafi gert í því að fá í þættina fólk sem hægt var að hlæja að (og gera grín að). Það eitt og sér finnst mér afskaplega miður. Öll erum við manneskjur með tilfinningar. Hins vegar breytti það því ekki að Susan varð heimsfræg á einni nóttu (og það kannski verðskuldað). Álagið var mikið og á endanum brotnaði hún undan því. Sem betur fer fékk hún góða hjálp og kannski hún sé búin að ná sér eftir þetta. Nú er að koma út geisladiskur með henni. Diskurinn kemur út þann 23 nóvember og ber heitið "I Dreamed A Dream". Það merkilega við þetta allt saman er að maður getur tekið þátt í einhverskonar leik eða happadrætti þar sem vinningurinn er að fá að drekka eftirmiðdegis te með Susan sjálfri í London. Því miður getum við Íslendingar ekki tekið þátt í þessu, þar sem leikurinn er aðeins fyrir Bandaríkjamenn. Það hefði ekki verið amalegt að geta tekið í þessu líka. Ég hugsa að ég hefði ekkert verið á móti því að drekka með henni tesopa. Ég held að maður mundi frekar vilja hitta Susan heldur en margar aðrar stjörnurnar og væri held ég örugglega skemmtilegra að rabba við hana yfir tebolla en marga aðra. Ég læt hér fylgja link inn á Amazon þar sem hægt er að panta geisladiskinn og þar er hægt að skoða þetta tilboð um tedrykkjuna.

Susan Boyle: I Dreamed A Dream

Kveðja thaiiceland www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.
Nýja "twitterið" mitt twitter.com/thaiiceland

Mynni auðvitað líka á greinarnar mínar á thaiiceland vefnum  

...hún dáið úr malaríu 9 ára. Það hafði komið fram í blöðum um 50 árum áður en hún heimsótti manninn...
...hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út....
...pakka sem innihélt 2 fartölvur, gullkeðju, 2 dýra farsíma og síðast en ekki síst USD 8.500 dollara í seðlum....
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????)...
..(fyrsta sinn sem ég hef heirt að nokkur skot í mann séu ekkert hættulegt)...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband