Upptaka eigna Taksins.

Í gærkvöldi horfði ég (svona með öðru auganu) á fréttir af því þegar verið var að taka yfir eignir fyrrum forsætisráðherra, Taksins Sinavatra. eitt af því fyndna við þetta er hvernig svona formleg upptalning fer fram og hver einasti aur er tiltekin. Þannig var ein upphæðin (að mig minnir eign inn á bankabók) upp á 46 milljarða THB (um 170-180 milljarða króna). Dómarinn þuldi upp töluna 46 milljarðar xxx miljónir xxx þúsund xxx THB og 70 sattang (aurarnir þeirra í Thailandi, 100 sattang er sama og 1 THB). Þetta er auðvitað soldið skondið.

Þó er hitt athyglisvert að verið er að taka eignirnar yfir. Hvenær eigum við von á að svona nokkuð gerist á Íslandi? Ég veit ekki.... Kannski einhvern tíman og kannski bara alls ekki!! Við viljum oftast nær miða Íslandi við hinn vestræna heim þar sem menn eru látnir taka afleiðingum gjörða sinna. Hins vegar virðist það ekki vera í reynd og ef um er að ræða menn í "háum" stöðum eða mjög áberandi í þjóðfélaginu að  þá virðist sem það megi ekkert taka á þeim, hversu mikill skaði hefur orðið. Næstum heilt þjóðargjaldþrot (gjaldþrot er þó ekki útilokað eins og er) virðist ekki vera nóg til að taka á þeim sem virðast hafa farið hamförum með fjárhag landsins og skilið þjóðina alla eftir i verulegum sárum.  Nei ef eitthvað er að þá er þessum sömu mönnum verðlaunað. Þeim færðar til baka öll sín fyrirtæki sem þeir voru aldrei búnir að borga og voru næstum búnir að missa í öllu umrótinu Og skuldirnar þeirra (sem þeir voru aldrei búnir að borga) breytast bara í eignir. Einhvernvegin hefur maður á tilfinningunni að það verði á endanum einhverjum fáeinum "fórnað" til að halda almenningi góðum og síðan verði öllum hinum einhvernvegin þaggað í hel (eða kaffært í einhverri ómerkilegri umræðu þar til allt gleymist). 

Taksin var svona nokkurn vegin "útrásarvíkingur" Thailendinga. Hann var forsætisráðherra og sankaði að sér töluvert af eignum. Það sauð þó ekki upp úr fyrr en hann ætlaði að selja til útlendinga fjarskiptafyrirtæki sem hann átti. Hvernig það komst í hans eigu veit engin. En allir héldu að þetta væri ríkisfyrirtæki í eigu almennings. Síðan kemur allt í einu upp að hann hafði eignast þetta a einhverjum tímapunkti og var að selja með einhverjum GÍFURLEGUM hagnaði. Þá varð allt í einu mælirinn fullur og upphófst mikil mótmæli. Að endingu var boðið til kosninga þar sem hann lofaði því að fara frá ef flokkur hans mundi fá undir ákveðnu marki (man bara ekki hvaða viðmið hann hafði) Flokkurinn náði meirihluta en langt undir því marki sem hann gaf sér. Auðvitað steig hann ekki til hliðar heldur breytti allt í einu um skoðun og talaði allt í einu um að vegna þess að flokkurinn hefði náð meirihluta að þá vildi fólk hafa hann áfram (minnir á suma Íslenska ráðamenn, sem vilja ekki gefa upp stólinn hvað sem raular og tautar). Það upphófst mikil mótmæli sem linnti ekki fyrr en á endanum að herinn tók yfir stjórn landsins. Taksin þessi var þá í Englandi og ákvað að hætta við heimkomu. Það hafði verið gefin út handtökuskipun á hann og hann ákvað að búa bara um sinn í Englandi. Síðar varð honum ekki vært þar vegna þrýstings frá Tælenskum ráðamönnum á að Englendingar framseldu hann til Thailands. Hann flutti um sinn á milli landa en er núna komin til Kambódíu (nágranaþjóð Thailands). Samskipti við Kambódíu hefur versnað til muna fyrir vikið þar sem Thæland saka þá um að halda hlífskildi yfir Taksins og neiti að framselja hann. Menn telja líka að hann stýri mótmælahópum í útlegðinni (svonefndum rauðliðum sem klæðast rauðum bolum). Oft með slæmum afleyðingum fyrir orðspor landsins. Nú í gær voru síðan eignir hans gerðar upptækar. Um er að ræða miklar fjárhæðir. Þar sem ég fylgdist ekki mjög náið með sjónvarpinu að þá veit ég ekki hver heildarupphæðin er en veit svo sem að þó hann tengist IceSave ekki neitt að þá mundu þessar eignir duga til að greiða þá skuld alla (það sem menn hafa verið að tala um að verði það sem við borgum á endanum, um svona 300 milljarðar). Ég heyrði að ein talan var yfir 46 milljarða THB (sem gerir um 160-180 milljarða króna) og síðan sá ég aðra tölu upp á 30 milljarða 247 milljónir 915 þúsund 606 THB og 35 sattangs (aurar) (30.247.915.606,35 THB). Sú upphæð er um 110-120 milljarða króna. Ég veit ekki hvort það voru fleiri eignir teknar en allavega er þetta ágæt eign hjá einum manni og maður dettur ekki í hug annað en að töluverðir fjármunir séu líka erlendis. Ekki lifir hann frítt í Kambódíu og ég hef enga trú á að þeir leyfi honum að vera þar nema fá vel greitt fyrir. 

Ég hef svo sem enga trú á að hlutirnir taki nokkrum breytingum. Jafnvel við þessu "pínultitlu" skrif mín (sem sennilega engin les hvort eð er nema ég). Ég veit ekki hvað þarf til að knýja á breytingar. Og kannski vill ekki hugsa þá hugsun til enda hvað virðist þurfa til að eitthvað gerist. En maður heldur samt í vonina að eitthvað fari nú að gerast þegar (og ef) þessi umtalaða skýrsla verði birt.

Kveðja thaiiceland ti-twitter www.thaiiceland.com - thaiiceland heimasíðan. Endilega kíkja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill..

Óskar Arnórsson, 27.2.2010 kl. 07:46

2 Smámynd: Kjarri thaiiceland

Takk Óskar. Kannski er ég ekkert svo slæmur í greinaskrifum (þegar ég tek mig til). Maður verður svo oft reyður hvernig málin ætla að ganga á Íslandi. Auðvitað fer maður ekkert varhluta af þessu öllu saman þegar maður er svona erlendis og á köflum getur það jafnvel verið verra ástand en að vera heima. Ja ekki er gott að koma heim með alla fjölskylduna í "ekki neitt" og ekki lifir maður á loftinu hérna úti (ef hlutirnir ganga ekki eins og ætlað var) svo maður fer örugglega ekki varhluta af þessu. Allavega gerir þetta mann svo reiðan. Á meðan allir þessir menn ganga lausir, fá sín fyrirtæki upp í hendurnar að þá eru bæði allur almenningur heima á heljarþröm og eins við sem erum þó úti að við getum ekkert snúið okkur ef hlutirnir ganga ekki upp þar. Maður verður í svona hálfgerðri klemmu. 

Jæja takk samt fyrir innlitið og bara kveðja. Kjarri.

Kjarri thaiiceland, 27.2.2010 kl. 08:27

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi mál á Íslandi sýnir alveg nýja, og því miður mjög ljóta hlið á Íslandi. Ég hafði ekki búið á Íslandi í 20 ár, seldi í Svíþjóð hús, og fór með heim afrakstur 20 ára vinnu sem gufaði upp á Íslandi. Ég keypti íbúð á "vitlausum tíma" og tapaði.

Það krefst miklu meira af manni að lifa af erlendis. Ég hef búið um alla Asiu og mest i Norður Thailandi. Ég hef bara ekki haft atvinnuleyfi þar og það er ég að vinna í. Samt er hús sem ég byggði fyrir mörgum árum þar, heimili og tilfinninginn "að koma heim" er þar, en ekki á Íslandi. 

Það er erfitt að skilja Thailenska pólitík og bera hana saman við Íslenska.

Óskar Arnórsson, 27.2.2010 kl. 08:51

4 Smámynd: Kjarri thaiiceland

Já ég skil. Ég er búin að  vera hérna í rúm 5 ár. Um mánaðarmótin september-október fyrir rúmu ári að þá sá ég að hlutirnir voru ekki að ganga og fór að undirbúa heimkomu. Hins vegar ákvað ég að bíða um leið og bankarnir fóru á hliðina og  vona að hlutirnir mundu lagast "aðeins" áður enn ég mundi koma heim. Nú er komið bráðum 1 og hálft ár og enn er maður að bíða og eiginlega allt komið í hnút. Hins vegar getur maður (eins og ég áður hef sagt) eiginlega ekkert gert og það er í raun mjög vont. Við verðum bara að vona að þetta lagist fljótlega (eða allavega einhverntíman). 

Kjarri thaiiceland, 27.2.2010 kl. 10:25

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Má ég ekki bara senda þér mail?

Óskar Arnórsson, 27.2.2010 kl. 14:20

6 Smámynd: Kjarri thaiiceland

Jú sendu mér endilega mail. Það er alltaf gaman af því. Fyrirgefðu hvað ég svara þessu seint en þannig er að um kl. sex til hálf sjö hér (að kveldi) að þá virðist það vera regla að rafmagnið fer niður úr öllu og oft niður í 160-170 volt og þá er eiginlega ekki hægt að hafa tölvur í gangi. Rafmagnsbakkaup svokallaður UPS (eða ufsar eins og ég hef heyrt einhvern kalla það á Ísandi sem ég er með hérna fyrir tölvurnar að þeir fara á backupið þegar spennan er komin niður í 170-180 volt og þá getur maður notað það bara í fáeinar mínútur þar til batteríið er á þrotum. Svo ég varð að slökkva á tölvunni. Venjulega er þetta í 1-1,5 tíma en nú stóð þetta yfir í meira en 3 tíma.

Kjarri thaiiceland, 27.2.2010 kl. 15:29

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég kannast við þessar rafmagnsbilanir og það fer virkilega illa með tölvur þarn. Er þegar búin að eyðileggja eina...

Óskar Arnórsson, 27.2.2010 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband