Ástandið í Bangkok

Það er búið að vera vægast sagt skálmöld í Bangkok. Mótmælendur (sem nótaben hafa fengið greitt fyrir að hafa sig í frammi) hafa verið mjög ósamvinnuþýðir. Þeir hafa sagt að ekki komi til greina að tala við stjórnvöld fyrr en þau eru farin frá og forsætisráðherra landsins komin í útlegð. Fyrst þá væru þeir tilbúnir að hefja viðræður. Á meðan engar viðræður eru að þá er náttúrulega ekki líkur á sáttum. Þetta eru líka afskaplega umdeildir kostir. Sennilega eru um helmingur Tælendinga sem vill þessa stjórn. Ástæðan fyrir þessum kröfum er að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Taksin Sinavatra er í útlegð og verður fangelsaður við komuna til landsins. Hann er sakaður um spillingu og græðgi. Þannig er hér að í öllum kosningum að þá borga frambjóðendur til að láta kjósa sig. Bændalýður fær oft 1-200 Bath (um 4-800 krónur) frá frambjóðendum í þeirri von að þeir muni kjósa sig. Allar kosningar snúast að þessu leiti um peninga. Sagt er að Taksin Sinavatra hafi sankað að sér töluverðum auð á meðan hann var við stjórn. Margir vildu meina að það hafi margt verið á gráu (eða dökkgráu) svæði. Fyrir nokkrum árum hófst síðan mótmæli gegn honum. Síðan einn daginn þegar Taksin var í London að þá tók herinn við völdum í landinu og í kjölfarið var gefin út handtökuskipun á Taksin. Um tíma var Taksin á Englandi en síðar þegar Thailendingar kröfðust framsals hans að þá fór hann þaðan. Hann var á einhverju ferðalagi en síðan er talið að hann sé núna í Kambódíu og þaðan stjórni hann mótmælum gegn ríkisstjórn landsins. Fyrir ekki alllöngu að þá gekk í gegn dómur þar sem teknar voru yfir um helmingur eigna Taksins.

Eftir að herinn leyfði kosningar að þá komst flokkur Taksins aftur til valda. Þá fór í forsætisráðherrastólinn maður úr innsta hring Taksins og töldu margir að í raun væri Taksin að taka við stjórninni. Þá hófust mikil mótmæli og eftir 2 eða 3 tilraunir til að koma manni Taksins að (jafnvel mönnum sem voru giftir inn í fjölskylduna en sögðust auðvitað vera alveg sjálfstæðir frá Taksin) að þá var sæst á núverandi forsætisráðherra. Það má sennilega fullyrða að sá maður hafi engin tengsl við Taksin því annars væru svokallaðir rauðliðar (stuðningshópur Taksins) ekki að standa fyrir mótmælunum núna. Það er altalað að Taksin standi fyrir þessum mótmælum. Mótmælendur fá greitt fyrir að mótmæla og það bara ágætislaun. Almenn laun inn til landsins er oft ekki nema 3.000 Bath á mánuði. Launin eru reyndar almennt hærri í Bangkok og öllum stærri borgum og eru oft um 5-6.000 Bath. Taksin þessi greiðir mótmælendum hins vegar 500 Bath á dag til að standa fyrir mótmælum og uppþotum. Þetta er altalað hér og allir vita þetta. Hann sjálfsagt réttlætir þessi útgjöld með því að sjálfsagt gæti hann á endanum grætt á þessu ef tekst að koma stjórninni frá. Mótmælin hafa líka farið út úr öllum böndum og eftir síðustu nótt að þá lágu 7 í valnum og fjöldi manst hafði slasast. Sennilega er tala fallina eftir síðustu daga þá komin yfir 40-50 manns. Sjónvarpstöðin Stöð 3 brann í átökunum síðustu nótt og eins fleiri byggingar. Stöð 3 er þá ekki í gangi vegna brunans. Ég sá á öðru bloggi að menn voru að kenna stjórnvöldum um að loka á allar sjónvarpstöðvar en það er ekki rétt þar sem aðrar stöðvar eru með hefðbundna útsendingu (eitthvað þó truflaða af fréttum og málum vegna mótmælana). Mér sýnist eina stöðin sem er ekki í gangi sé stöð 3 og hún brann í látunum svo ég get ekki séð hvernig hægt sé að kenna stjórnvöldum um það. Ég held að þetta hljóti að vera áróður frá mótmælum (ábyggilega svipaður fjölmiðlagrátur og fjárglæframenn reyna á Íslandi til að kasta ryki í augu almennings). 

Ég kom fyrst til Thailands fyrir um 20 árum síðan og hef búið hér núna í meira en 5 ár. Þó ég hafi ekki helgað mig stjórnmálum að þá tel ég þó að fullyrðingar um að stjórnvöld láti fólk hverfa (eins og ég sá á einhverju blogginu hérna) standist engan vegin. Stjórnvöld eru kannski ekki algerir englar með vængi og til að mynda að þá telur Wikileaks síðan að sumar athugasemdir sem tengjast Thailandi hjá þeim séu bannaðar í Thailandi og ritskoðaðar. Ég veit ekkert um sannleiksgildið en hef enga ástæðu fyrir að wikileaks sé að fara með staðhæfu þar svo sjálfsagt er það kannski rétt. Hins vegar held ég manshvörf á vegum stjórnvalda séu ekki á rökum reist.

Sjálfsagt er ekki hættulaust að vera á vissum stöðum í Bangkok á meðan á þessu stendur. Ég vona og veit að flestir Thailendingar bera þá von líka að þessu fari að linna. Ég persónulega held að það hljóti að vera vondir menn sem fjármagna svona því þessi mótmæli væru aldrei kornin svona langt nema með þeim greiðslum sem mótmælendur fá.

sjá einnig hér
læt þetta duga í bili.
Kjarri - thaiiceland
Logo


mbl.is Útgöngubann framlengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband