Frétt á Visi

Áðan sá ég frétt á visir.is og þó fréttin sjálf sé um hörmulegan atburð og ekkert sem ekki er neitt broslegt að þá er í enda fréttarinnar setning sem gat ekki gert annað en að fá mann til að brosa.
Hér er gif mynd af fréttinni.

umferdin_208 

Það í sjálfu sér er agalegt hversu margir deyja í umferðinni þarna en samt á ég bágt með að trúa að árið 208 (tvöhundruð og átta) hafi um 138 þúsund mans látist í umferðinni á þjóðvegum landsins. Ég á bágt með að trúa að þjóðvegir á þeim tíma hafi verið yfirhöfuð mikil mannvirki og ábyggilega ekki mikil umferð. Þó er möguleiki á að hestakerrur eða eitthvað í þeim dúr hafi verið notað á þeim tíma. Sjálfsagt er ekkert ólíklegt að einhver slys hafi orðið vegna þeirra. En ég reikna þó að það hafi ekki verið neitt í líkingu við okkar daga og hvað þá yfir hundrað þúsundir sem hafi látist á þjóðvegunum. Á erfitt með að trúa því. Síðan má spá í hvaða gögn er notast við til að fá þessar tölur. Það er spurning hvort hafi verið byrjað að skrásetja slys og dauðsföll á þjóðvegunum á þeim tíma???

Annars er þetta ekki svo slæmt miðað við margar aðrar villur sem maður sér allt of oft.
læt þetta duga í bili.

Kjarri - thaiiceland - www.thaiiceland.com
Logo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég er ó hræddur að blogga vegna þessa

Sigurður Haraldsson, 4.7.2010 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband