Sjóvá, Milestone skrípaleikurinn

Hvert sem maður horfir að þá blasa allsstaðar við spilling og sukk sem hefur kostað þjóðfélagið ótrúlegar upphæðir og á eftir að kosta okkur ábygglega fullt í viðbót.

Eitt af þessum stóru málum eru málefni Sjóvá tryggingafélagsins. Þar sem bótasjóðirnir voru mergsognir út úr félaginu svo ekkert var eftir þegar lauk og varð hreinlega að stofna nýtt félag úr rústunum með ótrúlegum kostnaði. Það tók ekki langan tíma að mergsjúga Þetta fyrrverandi stönduga fyrirtæki.

Nú hafa staðið yfir yfirheyrslur til að finna út einhverja sökudólga fyrir þessu. Hvað hefur komið út úr því?? Allir sem hafa komið í þessar yfirheyrslur eru SAKLAUSIR. Allir benda á einhverja aðra sem sökudólga en engin gerði eða vissi neitt.

1. Litlibróðir bendir á stórabróður og segir að hann hafi alltaf viljað ráða öllu og sagði engum neitt. Ef litlibróðir maldaði eitthvað í móinn að  þá hvæsti stóribróðir og sá litli vissi náttúrulega ekkert. Hann var látin skrifa undir pappíra í gríð og erg án þess að hafa lesið nokkuð og aldrei vissi hann neitt!!

2. Stóri bróðir bendir á alla forstjóra og aðstoðarmenn sem stjórnuðu fyrirtækjunum. Það voru þeir sem skrifuðu undir samninga þá sem fyrirtækin gerðu og hann bara treysti þeim. Hann vissi svo sem ekkert þó hann hafi verið stærsti hluthafi að þá vissi hann EKKERT hvað fyrirtækin hans voru að gera eða hvað þau voru að  fjárfesta!! Hann er bara fórnarlamb slæmra stjórnenda fyrirtækjanna sinna. (ekki ósvipuð rök og Björgúlfur yngri sagði vegna Landsbankans).

3. Fyrrverandi forstjóri segist ekkert hafa vitað hvað hann var að skrifa undir. Hann hafi bara gert það sem honum var sagt að gera (ATH. þetta er stærsti yfirmaður fyrirtækisins og hann gerir bara það sem honum er  sagt að gera). Hann gat ekki lesið alla samninga sem hann skrifaði undir og hann bara treysti þeim sem ráðlögðu honum. Hann vissi þá náttúrulega ekkert um hversu gríðarlegar fjárhæðir þessir samningar voru sem hann var að skrifa undir. 

Ég verð að segja að þetta er svo fáránlegt sem mest getur verið. Það er auðvitað ekki hægt að benda á einhvern einn og segja þessi er sá seki en hinir saklausir. Auðvitað bera allir sök. Hversu fáránleg samskipti þessara manna voru innbyrðis skiptir ekki megin máli. Þegar um svona gífurlegar fjárhæðir var að ræða að þá trúi ég því ekki að engin af þeim hafi vitað neitt.

Í fyrsta lagi að ef yngri bróðirinn átti að skrifa undir hitt og þetta sem hann vissi ekki um að þá átti hann náttúrulega ekki að skrifa undir. Það er hans réttur og hann á að vita (sem fullorðin einstaklingur) að hann gæti verið í slæmum málum ef hann skrifar undir einhverja pappíra sem hann veit EKKI NEITT hvað eru. Ég held að hann hljóti að hafa einhvern grun um hvað hann var að skrifa undir. Hins vegar getur verið að hann hafi verið undir þrýstingi en ég á erfitt með að trúa að hann vissi ekkert.

Í öðru lagi að stærsti hluthafi (og meirihlutaeigandi) hlýtur að hafa vitað þegar RISA samningar eða fjárfestingar voru gerðir. Mér dettur bara ekki í hug að trúa því að hann vissi ekkert. Það er svo fáránlegt að ég eyði bara ekki meiru í það.

Í þriðja lagi að forstjóri í stóru fyrirtæki gerir bara ekki eitthvað "bara að því honum er sagt að gera það". Maðurinn var ráðin til að stjórna en ekki öfugt. Það er engin afsökun að segjast hafa bara farið eftir skipunum. Þetta voru bara ekki einhverjir smáaurar innan fyrirtækisins sem hann var að ráðstafa "vegna beðni annarra". Ef honum sjálfum fannst ekki rétt farið með "allan bótasjóð félagsins" að þá átti hann bara ekki að samþykkja og kannski í kjölfarið að segja starfinu lausu (nóg var svo sem að góðri vinnu á þessum tíma). Sem forstjóri að þá er hann æðsti yfirmaður fyrirtækisins og "hann ræður" en fer ekki bara eftir því sem aðrir segja honum.

Það þekkja sennilega allir það að maður á ekki að skrifa upp á eitthvað sem maður getur ekki staðið við og þessa reglu hafa flestir fasteignaeigendur í huga þegar þeir eru beðnir að skrifa upp á eitthvað og þá er oft tekin sú ákvörðun að skrifa ekki undir þar sem fólk óttast afleiðingarnar. Þarna eru hins vegar allir að skrifa undir tugmilljarða (tug-þúsundir milljóna) og depla ekki auga. Skrifa undir vegna þess að þeir eru beðnir um það!! Engar spurninga ekki neitt!! Þetta eru tug-þúsundir milljóna og menn hafa ekki einausinni fyrir því að lesa pappírana?? Bara gera það sem einhver segir þeim!! þetta er svo mikill skrípaleikur að þetta er ekki einausinni fyndið!! Maður á ekki til orð.

Annað var það ekki. 

Kveðja thaiiceland
www.thaiiceland.com thaiiceland heimasíðan endilega kíkja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband