Þá er umferð númer 2 nánast í höfn

Jæja þá er umferð númer 2 nánast í höfn. Maður er ekki sáttur en sennilega er þetta þó betri kosturinn af vondum kostum (þó veit maður ekki). Það er sagt í fréttinni að Steingrímur sé ánægður með niðurstöðuna.... Get svona ímyndað mér að hann sé ekki ánægður. En ánægður að það sé (kannski) að fara sjá fyrir endann á þessu. Nógu langan tíma er þetta búið að taka. Það er komið ár frá því bankahrunið varð og þetta hefur allt tekið allt of langan tíma. Þó er þetta skárri niðurstaða en upphaflega var farið af stað með, þó þetta sé ekki eins !!!Góð!!! niðurstaða og upphaflegu fyrirvararnir. Þó þetta sé ekki gott að þá er svo erfitt að gera sér grein fyrir hvað mundi verða ef við "borgum ekki" eins og sumir vilja fara (og sjálfstæðisflokkurinn notar óspart til að auglýsa sig, þó ég efist um að þeir mundu fara þá leið ef þeir sætu sjálfir við stjórnarborðið). Þar er ekkert sem hægt er að segja með vissu hvað gerist. Kannski jafnvont og að gera þessa samninga og kannski bara miklu verra???

Allavega þarf að klára þetta og maður vonar að þetta klárist (á hvorn vegin sem það verður). Allavega er ekki hægt að segja að við höfum ekki viljað semja. Bæði Hollendingar og Bretar hafa sannarlega nýtt sér þá erfiðu stöðu sem við erum í og ég vona að Íslendingar muni muna það. 

thaiiceland 

www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.

 


mbl.is Lagalegir fyrirvarar halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband