Bara svona til að kvarta yfir einhverju....

Ég kíki stundum inn á vefsíðuna www.pressan.is. Oftast er það til að skoða fréttir og eins eru þar að minnsta kosti 2 mjög góðir pistlahöfundar sem skrifa hörkugóða pistla, mest varðandi hrunið og það sem því fylgir og þótt ég sé kannski ekki 100% sammála öllu sem þeir skrifa að þá er ég örugglega sammála 90% af því (ég er með þá ásamt fleiri góða linka með svokölluðu RSS feeds á heimasíðunni minni www.thaiiceland.com undir news línkinnum). Þótt margt gott sé inni á pressan.is að þá má stundum líka ofgera. Núna áðan að þá fór ég inn á tvo linka hjá pressunni. Annar þeirra fjallaði um 10 tilvik þar sem svo heppilega vildi til að myndavélin var tilbúin og tókst að ná ótrúlegum myndum. Það er skemmst frá því að segja að fæstar myndirnar voru þeim eiginleikum gæddar að það var "akkúrat augnablikkið" og kannski sést það best á mynd 2 þar sem er auglýsing máluð á bíl. Ég ætla rétt að vona að þegar menn merkja fyrirtækjabílanna sína að þá sé sú auglýsing hugsuð til lengri tíma en augnablikks og sjálfsagt margir getað tekið myndir af þeim bílnum (og í sumum tilfellum haft nógan tíma til að hlaupa inn og ná í myndavélina). Þar er þá ekki hægt að segja að þarna var akkúrat augnablikið.

Hinn línkurrinn var á "10 skelfileg og bráðfyndin mistök í mannvirkjagerð". þar varð maður líka fyrir "7 skelfilegum vonbrigðum" með myndirnar. Það eru bara 3 myndir í þessari seríu sem má flokka undir mistök (skelfileg eða ekki).
Förum nú betur yfir málið

Nr.1 þar mætast brúargerðarmenn  á miðri leið í "mislægri" brú. Það þarf nú ekki að spá lengi í myndinni til að sjá að það er eitthvað bogið við myndina. Ef menn hafi verið að byggja brú og mæst svona á miðri leið að þá er "frekar" ólíklegt að menn hæfust handa við að mála götumerkingar, ganga frá handriðum og fullgera nánast alla brúnna að samskeytum. Þarna er eitthvað annað að. Hvort sem brúin hafi af einhverjum ástæðum gefið sig á þessum ákveðna stað eða að myndin sé eitthvað löguð til skal ég ekki segja til um, en að ættlast til að maður trúi því að menn hafi klárað ALLAN frágang að þeim punkti að vinnuhópar mætis að það fáránlegt. Hins vegar er myndin skemmtileg, en hún tengist bara ekki fyrirsögninni almennilega. 

Nr.2 Þar get ég verið sammála að sú mynd geti sýnt fáránleg mistök. 

Nr.3 Ef maður skoðar myndina vel að þá gæti mótað fyrir "fyrrverandi" hurðagati á þeirri mynd. Við skulum hafa í huga að flestir menn hafa hvorki hugarflug eða fjármuni til að leika sér líkt og "útrásarvíkingarnir" okkar. Venjulegt fólk sem vill af einhverjum ástæðum loka hurðagötum (annaðhvort um stundarsakir eða jafnvel til lengri tíma) eru endilega ekki tilbúnir að eyða fúlgum fjár í það. Það er nóg bara að koma einhverju fyrir í gatið og mála yfir. Það þarf ekki endilega fara í að rífa burtu svalirnar og ganga síðan frá eins og þarna hafi aldrei verið svalir og síðan jafnvel síðar þegar á að breyta aftur að fara byggja nýjar svalir!! Þessi mynd flokkast þá engan vegin undir "skelfileg mistök" (ja... nema maður sé útrásarvíkingur!!)

Nr.4 Þó þarna sé búið að ganga frá öllum frágangi get ég ekki fundið neina skinsamlega skýringu á þessu og sjálfsagt má raunverulega flokka þetta undir "Skelfileg mistök".

Nr.5 Það kannski dettur engum í hug (t.d. á pressunni) að þarna séu í raun 2 bilskúrar. Að myndin sé tekin þannig að ljósastaurinn "feli" millibilið á milli bílskúra. Ég held allavega að hvergi í veröldinni séu tvíbreiðir bílar keyrandi á götunum. Ef svo er einhverstaðar að þá má sjálfsagt flokka þetta undir "skelfileg mistök" þar. Enn annarstaðar á jarðarkringlunni að þá mundi þetta bara flokkast undir ágæta hugmynd af myndefni. Þó segja megi að ljósastaurinn sé kannski ekki á heppilegum stað að þá er langt frá því að þetta flokkist undir mistök.. hvað þá skelfileg.

Nr.6  Myndin er slæm og ekki gott að átta sig vel á henni. En eins og hún birtist manni að þá eru þetta augsjáanlega mistök. Hversu skelfileg þau eru læt ég aðra um að dæma.

Nr.7 Þarna er sjálfsagt sama ástæða eins og lið 3. Eigandinn þarna flokkast sjálfsagt ekki undir "útrásarvíking" og hefur bara sjálfsagt viljað setja glugga í staðin fyrir dyrnar þarna. Sjálfsagt annar inngangur einhverstaðar annarstaðar. Þó maður loki einu gati að þá þarf kannski ekki að eyða "fúlgum fjár" að breyta öllu þar í kring. Það getur vel verið að menn vilji eiga möguleikann á að setja hurðina aftur upp seinna. 

Nr.8 Ef að það séu lestarferðir þarna að þá má segja að þær séu nú ekki mjög reglulegar. Allavega hefur gefist nógur tími til að steypa svalirnar, múra, ganga frá handriðum og öllum öðrum frágangi og að endingu velja eitthvað fallegt blóm út á svalirnar. Mætti segja mér að allt þetta gæti tekið meira en 2-3 tíma. Veit ekki alveg hvar þessi skelfilegu mistök eru. Myndin er hins vegar góð og brosleg þó hún sé llangt frá því að vera skelfileg.

Nr.9 Það er erfitt að átta sig á þessari mynd. En eftir að hafa stækkað hanna upp um nokkur hundruð prósent að þá þykist ég vera nokkuð viss um að þetta sé ekki klósett þarna við endann. Það sem mér dettur helst í hug er að þarna sé um að ræða drykkjarvatn. Svona gosbrunnur þar sem maður ýtir á takka að þá sprautast lítil vatnbuna upp sem maður getur drukkið. Svona nokkuð sér maður stundum erlendis og þar finnst þetta oft bara vera sjálfsagt (og ekkert skelfilegt þar). Hvort pressumenn vilji að fólk noti klósettpappír til að þurrka sér um munninn á eftir, skal ósagt látið en sennilegt er að ekki sé um nein meiriháttar mistök að ræða. Þó skal taka fram að myndin er óskír og erfitt að átta sig á henni.

Nr.10 þarna kemur svo þriðja myndin sem raunverulega má flokka undir einhverskonar mistök. Þó hef ég ekki trú á því að þarna sé einhver "almennur inngangur" heldur er nú sennilega frekar um einhverskonar geymslu eða eitthvað annað að ræða. Samt alveg hræðilegt að sjá.

Þá höfum við það. Upp úr öllu krafsinu má eiginlega tala um 3 raunveruleg mistök. Restin er sennilega hægt að finna eðlilega skíringu á (ja.. nema maður sé útrásarvíkingur með fullar hendur af lánspeningum sem svo að aðrir borga... Ég skal ekki segja).

Jæja þetta er svona meira til gamans en læt þetta duga í bili.
Kveðja Kjarri-thaiiceland www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband