17.5.2010 | 04:15
Á ágætum launum við að mótmæla!!
Það hefur verið nokkuð ófriðlegt í Bangkok undanfarna mánuði og núna síðustu daga hafa yfir 30 látist í óeirðunum. Það eru svokallaðir rauð-bolir sem standa fyrir mótmælum í Bangkok. Nafnið kemur til vegna þess að þeir klæðast rauðum bolum. Það eru nokkrir hópar sem hafa einkennt sig með mismunandi litum á bolum og til að mynda eru líka til Gulir-bolir, bláir-bolir og bleikir-bolir. Gulir-bolir stóðu til að mynda fyrir mótmælum áður en fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Taksin Sinavatra var hrakin frá völdum er herinn tók völdin fyrir fáeinum árum. Rauð-bolir eru einmitt stuðningshópur Taksins og nú reyna þeir hvað þeir geta til að hann komi aftur til Thailands og taki við stjórn landsins. Taksin þessi býr ekki í Thailandi i dag og mundi sjálfsagt vera handtekin um leið og hann stígur fæti á Thailenska grund. Hann er sakaður um spillingu og að hafa hagnast óeðlilega (og ólöglega) í valdatíð sinni. Fyrir skemmstu féll dómur hér í Thailandi þar sem um helmingur eigna hans voru gerð upptæk, milli 30-40 milljarða THB (man ekki nákvæma tölu en þetta er einhverstaðar á milli 90-160 milljarðar Íslenskra króna). Heildar eignir hans fyrir dómskvaðningu var því yfir 70 milljarðar THB. Nú er talið að hann sé í raun á bak við þau uppþot og mótmæli sem hafa verið í Bangkok. Stór hluti þess fólks sem stendur í þessum mótmælum gerir það ekki vegna skoðana sinna. Heldur er fólki líka borgað fyrir að fara að mótmæla. Fólk getur fengið 500 THB fyrir daginn í mótmælum en það má geta þess að laun í sveitum landsins er oft á tíðum ekki nema 3.000 THB á mánuði (þó þau séu þó töluvert hærri í Bangkok). Mótmælendur krefjast þess að stjórnin fari frá og forsætisráðherra verði sendur í útlegð (eins og Taksin). Það er rétt að skoða hvernig þróun mála hefur verið fyrir þá stjórn sem nú er. Eftir að herinn leyfði aftur kosningar að þá sigraði flokkur Taksins kosningarnar og komst aftur til valda. Þá var valin einn helsti stuðningsmaður Taksins sem forsætisráðherra (og sumir vildu meina að í raun væri Taksin sem stjórnaði). Þá upphófust mikil mótmæli (þá hjá Gulu-bolunum) sem töldu að í raun hafi Taksin valið sinn eftirmann til að í raun sitja sjálfur að stjórn. Þetta varð til þess að annar maður var valin sem forsætisráðherra og sá hinn sami sagðist ekki vera sem brúða Taksins. Hins vegar trúði því engin þar sem hann var það tengdur inn í fjölskildu Taksins að ég held að hann sé mágur Taksins (mágur eða tengdasonur eða eitthvað þessháttar það er að segja nánast inn í miðri fjölskyldunni). Auðvitað varð allt vitlaust og eftir þriðju tilraun til að reyna að koma manni tengdum Taksin í stólinn að þá var sæst á núverandi forsætisráðherra sem að ég held að hefur engin tengsl við Taksin. Það má segja að það sé nokkuð öruggt því sennilega er Taksin ekki sáttur og reynir nú að koma á eins miklum ófriði og hægt er til að bola þessum manni frá. Það held ég að séu allir sammála um að það er hann sjálfur sem stendur fyrir þessum mótmælum. Vitað er að stór hluti mótmælenda fær greitt fyrir að standa í þessu og þrátt fyrir að hann hafi tapað um helming eigna sinna að þá er hann sennilega sá eini sem væri til í að borga hundruð þúsunda THB (jafnvel yfir milljón ISK) á dag til að koma sitjandi forsætisráðherra frá. Sennilega er líka hugsunin hjá honum að hann gæti jafnvel náð einhverju af tapinu til baka ef stuðningsmaður hans (eða brúða) færi með forsætisráðherraembættið. Flestum finnst mótmælin hafa farið yfir strikið hvort sem fólk er stuðningsmenn Taksins eða ekki. Hins vegar á meðan einhver borgar mótmælendum að þá verður mótmælum haldið áfram. Það er sennilega eldsneytið sem mótmælin ganga á. Ég held að Thailendingar skiptist í nokkuð jafnstóra hópa þeim sem styðja Taksin og þeir sem eru á móti honum. En ég held samt að meirihluti Thailendinga séu mótfallnir hversu mótmælin hafa farið langt. Ég fyrir mitt leyti gæti ímyndað mér að Taksin noti áróðurmaskínu (á svipaðan hátt og fjárglæframenn á Íslandi hafa gert) til að láta líta út sem hann sé fórnarlambið og málaferlin gegn honum hafi verið pólitískur leikur til að skaða hann (en hann sé auðvitað blásaklaus). Ég get ekki ímyndað mér að maður sem tilbúin er að borga himinháa peninga til að koma sér að, jafnvel þó það kosti tugi mannslífa. Sé einhver sakleysingi með geislabaug (og vængi). Hins vegar hef ég ekkert annað til að byggja þessa skoðun mína en það að hann virðist svífast einskis til að komast að. Ekki hef ég farið yfir dómskjöl eða legið í málinu á neinn annan hátt.
Eftir síðustu daga þar sem tugir manna liggja í valnum og sennilega yfir 200 slasaðir að þá er loksins að koma upp sú staða að rauð-bolir eru tilbúnir til viðræða við stjórnvöld. Það hafa þeir ekki verið fyrr en nú. Þeir sögðu áður að engar viðræður gætu hafist fyrr en forsætisráðherra færi frá og væri komin í útlegð frá Thailandi (eins og Taksin er í dag). Þá fyrst væru þeir tilbúnir til viðræða, ekki fyrr. Nú er vonandi einhver breyting á og menn fara að tala saman. Þó má maður ekki fyllast of mikillar bjartsýni þar sem rauð-bolir hafa verið svo óhagganlegir í að gefa ekkert eftir. Maður hefur vissar efasemdir um að viðræðurnar muni skila því sem þarf til að sættir náist.
Vonum samt það besta.
sjá einnig hér
læt þetta duga í bili.
Kjarri - thaiiceland
Á fjórða tug látnir í Taílandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.