19.5.2010 | 06:04
Hvað þarf til??
Nú er liðið rúmlega 1 og hálft ár frá því að "ofurskuldsetta" Íslenska bankakerfið hrundi með gríðarmiklum afleyðingum fyrir efnahag landsins. Fljótlega eftir hrun var ljóst að þáverandi ríkisstjórn væri ekki treystandi til að stýra okkur út úr vandanum með hag almennings fyrir brjósti. Eftir kosningar kom í ljós að almenningur ætlaði að treysta á vinstri menn að gera það. Auðvitað var og er þetta verk ekki vandalaust. Ekki aðeins það að fyrrverandi ríkisstjórn og eigendur/yfirmenn stærstu fyrirtækjasamstæðanna, skildu svo sviðna jörð eftir að ekki aðeins tekur langan tíma að rækta upp garðinn. Heldur eru engir peningar til að kaupa útsæði og fræ til að ræktun geti hafist. Á meðan stjórnin reynir hvað hún getur við að ná einhverjum púslum saman til að geta einhvernvegin komið af stað ræktunninni að þá gera þeir hinir sömu sem komu okkur í þessa stöðu, ekkert annað en þvælast fyrir og segjast geta gert allt miklu betur en vinstristjórnin (sem kann auðvitað ekkert til verka). Þetta eru svipuð loforð og við fengum fyrir hrun þar sem okkur voru lofuð gulli og grænum skógum ef allt væri einkavætt til manna sem "kunnu" með fjármuni að fara (úr landi??).
Þrátt fyrir að ekki væri hægt að kenna almenningi landsins (launafólki, öryrkjum, ellilífeyrisþegum og börnum landsins) hvernig komið er fyrir landinu að þá hefur þessi vinstri stjórn samt ákveðið það að við búum í þannig þjóðfélagi að lög og réttur gildi. Þó flestir telji sig vita hverjir sökudólgar hrunsins eru að þá gilda um þá sömu lög (..ja stundum allavega) eins og okkur hinna. Þeir eru ekki sekir nema eftir undangengna rannsókn og réttarhöld. Á meðan á þessu stendur að þá hefði maður nú haldið að allir mundu leggjast á eitt við að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það er nú samt aldeilis ekki raunin. Þeir sem áttu hvað stærstan þátt í hruninu reyna að nota hluta af þeim peninga sem þeir komu undan til að hvítþvo af sér verknaðinum. Og ekki aðeins bara þeir (sem kannski eðlilega óttast afleiðingar sakfellingar) heldur eru enn menn sem reyna að skara að sinni eigin köku og enn á kostnað landans (eins og það sé ekki nóg fyrir).
Á meðan vinstri stjórnin reynir að vinna samkvæmt þeim lögum og réttum sem gilda í landinu og þeim löndum sem við miðum okkur gjarnan við að þá skýla skaðvaldarnir sig bak við þau sömu lög, sveigja þau og beygja eins langt og þeir telja að sínir dýrustu lögfræðingar geti komist af með, allt á kostnað okkar.
Við almenningur í landinu sem reynum alltaf að vera "réttum megin" sitjum svo eftir á meðan þessir menn moka fjármunum (okkar) í skjól og eru sjálfir búnir að tryggja sér fína og örugga ævi, hvernig svo sem fari fyrir "skerinu" sem fæddi þá og klæddi á uppeldisárunum þeirra.
Stundum langar mig að ríkisstjórnin segi bara hingað og ekki lengra. Segi sig frá þessum hefðum og striki yfir þá lagabókstafi sem segir að þjófar megi stela á meðan þeir hafi nógu góða lögfræðinga sem koma þeim undan réttvísinni. Síðasta dæmið, þar sem orkuauðlindum okkar er komið yfir til "útlendinga" sem sjálfsagt einhvernvegin launa velgjörðarmönnum sínum fyrir hjálpsemina (trúi ekki að menn séu að selja þetta vegna einhverjar hugsjóna) er kannski kornið sem fyllti mælin. Á meðan ríkisstjórnin fékk ekki stuðning annarra aðila (til að mynda lífeyrissjóða) til að geta haldið í eignarhaldið innanlands. Og á meðan ríkisstjórnin taldi að enn væri tími að þá laumast skaðvaldarnir til að ganga frá öllum endum til að tryggja að ekkert geti stöðvað þá. Þegar síðan gengið er frá samningum að þá benda allir á ríkisstjórnina og segja að hún sé gagnslaus og hafi haft nógan tíma.
Í fyrsta lagi að þá held ég að engin af þeim sem stóðu í samningum hafi viljað að ríkisstjórnin vissi hversu langt þeir voru komnir.
Í öðru lagi að þá langar mig að spyrja.... nú er sagt að hluti kaupverðsins sé í formi láns (eða skuldabréfs) sem Reykjanesbær veitir. Stóð ríkisstjórninni sömu kjör til boða? það er hefði ríkistjórnin getað fengið lánað frá Reykjanesbæ fyrir stórum hluta af kaupverði, eða stóð það bara til boða fyrir þessa kaupendur?
Var allt ferlið í sölunni "opið" og hafði ríkisstjórnin allar upplýsingar um stöðu mála (og átti þá möguleika til að forðast þessa niðurstöðu) allt ferlið þar til skrifað var undir.
Ég veit ekki svörin en miðað við viðbrögð aðila að þá tel ég mig geta farið nokkuð nærri um þau.
Hvenær ætla vinstri menn að segja hingað og ekki lengra. Lögin eiga ekki að vera til að verlauna þá sem mestan skaða gera þjóðfélaginu. Lögin eiga að vera fyrir fólkið í landinu.
Nú er maður á því að "með lögum skal land byggja" hins vegar er maður alltaf að verða meira hissa og hissa hvernig þeir menn sem ætla sér að fara framhjá þeim, tekst það!!
Það þarf einhvernvegin að tryggja það að ef menn brjóti lög að þá verð þeim refsað. Það þarf einhvernvegin að tryggja að þessir menn geti ekki snúið á lögin með útúrsnúningum eins og formgalla eða einhverju og á meðan eru menn ekki dæmdir. Þrátt fyrir að allir viti að þeir eru sekir.
Sennilega hefði minni flokkurinn í ríkisstjórninni (nei flokkurinn) þurft að vera miklu stærri til að tryggja almenning. Ég held að þrátt fyrir góð fyrirheit að þá sé hinn flokkurinn of tengdur aðilum hrunsins til að geta farið fram með meiri ákveðni gegn þessum sömu aðilum.
sjá einnig hér
læt þetta duga í bili.
Kjarri - thaiiceland
Þrátt fyrir að ekki væri hægt að kenna almenningi landsins (launafólki, öryrkjum, ellilífeyrisþegum og börnum landsins) hvernig komið er fyrir landinu að þá hefur þessi vinstri stjórn samt ákveðið það að við búum í þannig þjóðfélagi að lög og réttur gildi. Þó flestir telji sig vita hverjir sökudólgar hrunsins eru að þá gilda um þá sömu lög (..ja stundum allavega) eins og okkur hinna. Þeir eru ekki sekir nema eftir undangengna rannsókn og réttarhöld. Á meðan á þessu stendur að þá hefði maður nú haldið að allir mundu leggjast á eitt við að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það er nú samt aldeilis ekki raunin. Þeir sem áttu hvað stærstan þátt í hruninu reyna að nota hluta af þeim peninga sem þeir komu undan til að hvítþvo af sér verknaðinum. Og ekki aðeins bara þeir (sem kannski eðlilega óttast afleiðingar sakfellingar) heldur eru enn menn sem reyna að skara að sinni eigin köku og enn á kostnað landans (eins og það sé ekki nóg fyrir).
Á meðan vinstri stjórnin reynir að vinna samkvæmt þeim lögum og réttum sem gilda í landinu og þeim löndum sem við miðum okkur gjarnan við að þá skýla skaðvaldarnir sig bak við þau sömu lög, sveigja þau og beygja eins langt og þeir telja að sínir dýrustu lögfræðingar geti komist af með, allt á kostnað okkar.
Við almenningur í landinu sem reynum alltaf að vera "réttum megin" sitjum svo eftir á meðan þessir menn moka fjármunum (okkar) í skjól og eru sjálfir búnir að tryggja sér fína og örugga ævi, hvernig svo sem fari fyrir "skerinu" sem fæddi þá og klæddi á uppeldisárunum þeirra.
Stundum langar mig að ríkisstjórnin segi bara hingað og ekki lengra. Segi sig frá þessum hefðum og striki yfir þá lagabókstafi sem segir að þjófar megi stela á meðan þeir hafi nógu góða lögfræðinga sem koma þeim undan réttvísinni. Síðasta dæmið, þar sem orkuauðlindum okkar er komið yfir til "útlendinga" sem sjálfsagt einhvernvegin launa velgjörðarmönnum sínum fyrir hjálpsemina (trúi ekki að menn séu að selja þetta vegna einhverjar hugsjóna) er kannski kornið sem fyllti mælin. Á meðan ríkisstjórnin fékk ekki stuðning annarra aðila (til að mynda lífeyrissjóða) til að geta haldið í eignarhaldið innanlands. Og á meðan ríkisstjórnin taldi að enn væri tími að þá laumast skaðvaldarnir til að ganga frá öllum endum til að tryggja að ekkert geti stöðvað þá. Þegar síðan gengið er frá samningum að þá benda allir á ríkisstjórnina og segja að hún sé gagnslaus og hafi haft nógan tíma.
Í fyrsta lagi að þá held ég að engin af þeim sem stóðu í samningum hafi viljað að ríkisstjórnin vissi hversu langt þeir voru komnir.
Í öðru lagi að þá langar mig að spyrja.... nú er sagt að hluti kaupverðsins sé í formi láns (eða skuldabréfs) sem Reykjanesbær veitir. Stóð ríkisstjórninni sömu kjör til boða? það er hefði ríkistjórnin getað fengið lánað frá Reykjanesbæ fyrir stórum hluta af kaupverði, eða stóð það bara til boða fyrir þessa kaupendur?
Var allt ferlið í sölunni "opið" og hafði ríkisstjórnin allar upplýsingar um stöðu mála (og átti þá möguleika til að forðast þessa niðurstöðu) allt ferlið þar til skrifað var undir.
Ég veit ekki svörin en miðað við viðbrögð aðila að þá tel ég mig geta farið nokkuð nærri um þau.
Hvenær ætla vinstri menn að segja hingað og ekki lengra. Lögin eiga ekki að vera til að verlauna þá sem mestan skaða gera þjóðfélaginu. Lögin eiga að vera fyrir fólkið í landinu.
Nú er maður á því að "með lögum skal land byggja" hins vegar er maður alltaf að verða meira hissa og hissa hvernig þeir menn sem ætla sér að fara framhjá þeim, tekst það!!
Það þarf einhvernvegin að tryggja það að ef menn brjóti lög að þá verð þeim refsað. Það þarf einhvernvegin að tryggja að þessir menn geti ekki snúið á lögin með útúrsnúningum eins og formgalla eða einhverju og á meðan eru menn ekki dæmdir. Þrátt fyrir að allir viti að þeir eru sekir.
Sennilega hefði minni flokkurinn í ríkisstjórninni (nei flokkurinn) þurft að vera miklu stærri til að tryggja almenning. Ég held að þrátt fyrir góð fyrirheit að þá sé hinn flokkurinn of tengdur aðilum hrunsins til að geta farið fram með meiri ákveðni gegn þessum sömu aðilum.
sjá einnig hér
læt þetta duga í bili.
Kjarri - thaiiceland
Vill banna fjárfestingar erlendra aðila í orkufyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.