20.7.2010 | 16:52
Björk, Íslandsvinir, Skoðanir, Skattar
Ég er alveg sammála Björk og finnst þetta Magma mál allt lykta af spillingu og reyndar finnst mér líka að það þyrfti að rannsaka þessa sölu alveg sérstaklega.
Hins vegar að þegar maður skoðar nokkur blog um þessa frétt að þá tengja menn saman að Björk búi erlendis (og hefur gert það reyndar mjög lengi) og borgar sennilega mikinn hluta af sköttum sínum þar og því að hún megi ekki hafa opinbera skoðun á málinu.
Mér finnst þetta alveg út í hött. Ég er búsettur erlendis eins og er og er ekki að borga skatt á Íslandi (í augnablikkinu). Gerir það mig þannig að einhverri verri persónu eða 2 flokks? Má ég kannski ekki vera að blogga um þetta fyrir vikið?
Nú er mjög oft vitnað í "erlenda sérfræðinga" vegna ýmissa mála. Ekki borga þeir skatta á Íslandi. Gerir það ekki það að verkum að þeir eiga ekkert að skipta sér af okkar málum og ekki að opinbera skoðanir sínar??
Eins er oft líka talað um Íslandsvini og fréttnæmt ef þeir minnast á Ísland á erlendri grund. Á bara ekki að skamma þá líka fyrir að segja eitthvað um Íslensk málefni á alþjóðavetfangi.
Eins sá ég athugasemd frá Jens Guð á einu blogginu um að Björk er að borga fullt af sköttum á Íslandi. Og á þá kannski rétt á að hafa skoðun... eða hvað? Nei þá var einhver sem sagði að hún byggi í útlöndum (og það hefur hún gert lengi) og "hún skilji ekki neitt um málið"!!!! Þá vitum við það.
Hún Björk sem fæstir vildu kannast við þegar hún var að byrja sinn feril í útlöndum, en allir vildu síðan eiga þegar hún varð allt í einu heimsþekkt tónlistarkona. Hún má bara hafa skoðun og tala opinberlega ef það þóknast hinum og þessum bloggurum. Þegar þeir eru ósammála henni að þá allt í einu er reynt að tína til einhverja ástæðu fyrir að þetta komi henni ekki við. Hún hefur sennilega gert meira fyrir landið en flestir ef ekki nokkur annar Íslendingur. Oft þegar hún gefur út efni að þá gerir hún í því að fá Íslenska samstarfsaðila, bakraddir, kóra, hljóðfæraleikara, hljómsveitir og fleira. Hún borgar auðvitað öllum þessum aðilum laun. Samkvæmt því sem Jens Guð segir að þá lætur hún stef innheimta öll sín stefgjöld (allstaðar í heiminum) sem þíðir að ef eitthvað lag hennar er spilað hinum megin á hnettinum að þá koma stefgjöldin til Íslands og borgaður skattur af þeim. Hún má svo ekki hafa skoðun???
Erum við eitthvað útibú frá Kína. Þar sem aðilar utan Kína mega og eiga ekki að hafa skoðanir eða skipta sér af innanríkismálum??
Upphaflega ætlaði ég að setja inn athugasemd á einu af þessum bloggum en eftir að hafa lesið hvernig höfundur þerrar færslu svaraði athugasemdunum að þá sá ég að það væri bara tímasóun og sennilega fengi ég í þokkabót eitthvað "skítkast" og nenni bara ekki að ergja mig á einhverju svoleiðis.
Læt þessa smá kvörtun duga núna.
Kjarri - thaiiceland - www.thaiiceland.com
Björk: Afgangar af spillingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.