20.10.2009 | 13:48
Spurning
það er sjálfsagt rétt að það á ekki að skemma eignir annarra. Það má kannski líka spyrja hvort útrás sem var byggð upp á að ná sem mestum peningum og eignum í eigin vasa sem endaði á að splundra efnahagi landsins og skilja fjölskyldur og heimili í efnahagslegri rúst geti flokkast sem skemmdarverk og eigi að fá sinn skammt af fordæmingu?? Ég er á því að það á ekki að skemma eignir annarra og auðvitað ALLS EKKI nota einhver hættuleg efni. Þó fyrnst mér kannski erfitt að fordæma það að smá málningarsletta lendi á húsum hjá þeim aðilum sem nánast hvert einasta mansbarn telja að eigi stóran þátt í hvernig fór. Þeir hinir sömu menn ganga enn lausir, stunda en sín !!!VIÐSKIPTI!!! og eru jafnvel inni í skilanefndum á meðan verið er að rannsaka (eða ekkirannsaka) þeirra mál. Auðvitað finnst okkur öllum (sem höfum öll orðið fyrir áföllum þeirra vegna) ömurlegt að það virðist ekkert verið að gera neitt. Maður heyrir um einhverja tuga mála í rannsókn en lítið annað. Bæði held ég að miðað við hvað mikið umfang og spilling virðist hafa veið í gangi að þá ættu málin ekki að hlaupa á einhverjum örfáum tuga heldur einhver hundruð mál. Síðan finnst manni að eitthvað ætti nú verið að upplýsast eða einhverjir komnir á bak við rimla. Manni finnst eins og það verði ósköp fáir ef nokkrir sem muni síðan fá dóma þegar upp verður staðið. Sennilega verður rannsóknin eitthvað endalaus löng þangað til fólk fer að gleyma.
Mynni á bloggið mitt á thaiiceland vefnum
www.thaiiceland.com...Hér í Thailandi er enn verið að tala um lestarslysið sem var her í byrjun mánaðar. Nú eru menn að tala um hvort...
.þó þetta sé ekki viðurkennt Scandinaviskt velferðarland..
..nú hefur verið mikið um rigningar í Bangkok og allt á floti í sumum hverfunum þar..
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????). Hann hafi ekki ætlað að skjóta..
Kveðja thaiiceland www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.
...
Fordæma skemmdarverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.