11.11.2009 | 02:47
Heimasíðan mín er niðri...
Nú er heimasíðan mín thaiiceland.com (og líka hinar síðurnar thaidenmark.com thainorge.com thaisverige.com) niðri. Ástæðan er að Ljósleiðarakapall fór í sundur í Bandaríkjunum. Ég veit náttúrulega ekkert hvar í Bandaríkjunum síðan mín er geymd en fyrirtækið heitir webs (www.webs.com). Síðustu upplýsingar er þær að unnið er að viðgerð og er áætlaður tími þegar viðgerð verður lokið er um "2 am eastern time" (hvenær sá tími er á íslandi veit ég ekki). Hægt er að fylgjast með stöðunni á twitter. Ég er reyndar líka komin með twitter (opnaði bara til að geta spurt webs hvað 2 am eastern time er miðað við GMT tíma). Mitt twitter er twitter.com/thaiiceland
Jæja bara koma þessu á framfæri.
Kjarri thaiiceland. thaiiceland.com
Núna held ég að klukkan sé orðin "2 am eastern time" (samkvæmt mínum kokkabókum en það skal tekið fram að ég veit lítið um bandarískan tíma svo mér gæti skjátlast). Heimasíðan mín er enn niðri. Vonandi að þetta fari að lagast.
Kveðja Kjarri thaiiceland thaiiceland.com
Nýja "twitterið" mitt twitter.com/thaiiceland
Fyrir þá sem hafa áhuga á Windows 7
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.