12.11.2009 | 13:57
Kúlulán og meira forvitnilegt
Ég var aðeins að kíkja á vefsíðuna http://www.hvitbok.vg/ Þar er ótrúlegt magn upplýsinga um bankahrunið og flesta þá aðila sem koma þar við sögu. Þetta er mjög áhugaverður vefur. Það er þar til dæmis eitt atriði sem maður staldrar við (það er í raun fullt af atriðum sem maður staldrar við, en ég ætla bara að taka eitt atriði út núna).
Það er um kúlulánin. Á meðan nánast hver einasti maður sem tók þessi kúlulán, fái þau felld niður með allskonar aðferðum og að því er virðist með samþykki ríkistjórnarinnar (eða þögn þaðan). Ég er ekkert kannski að nuddast á stjórninni. Það er ábyggilega ekki öfundsvert að vera í þeirri stöðu. Hins vegar er ömurlegt að á meðan takmarkað er hægt að hjálpa heimilum landsins að þá er ekkert sjálfsagðara en að afskrifa þúsundir ef ekki tugþúsundir milljóna hjá mönnum. Mönnum sem tóku þau lán GAGNGERT til að græða.
Engin þessara manna tók þessi kúlulán til að kaupa nauðsynlegt húsaskjól handa fjölskyldunni. Nei þvert á móti voru ÖLL þessi kúlulán tekin með það fyrir augum að GRÆÐA. Síðan þegar allt hrynur að þá fá þessir menn (sem ætluðu að GRÆÐA ÓGURLEGA) sérstaka meðferð og kúlulánin þeirra eru bara strokuð ÚT. Missa þessir menn einhverjar aðrar eignir?? Nei auðvitað ekki. En hvað með hagnað sem þeir höfðu kannski áður en allt féll? Er það tekið upp í skuldina? Nei það má auðvitað ekki! Við erum ekki neitt bananaliðveldi og gerum ekkert svoleiðis. Það má ekki fara í neina vasa hjá þessu fólki. Flest þessa fólks var ekki í persónulegri ábyrgð og við getum ekki verið svo "bananaleg" að gera nokkuð á hlut þessa fólks.
Það verður auðvitað ekkert reynt að ganga á þessa menn. Þessi lán bara strokuð út og ekkert meira með það.
Auðvitað er það ekkert annað en HRÓPLEGT ÓRÉTTLÆTI að á meðan menn sem ætluðu sér að "Græða stórt" fá ekki bara halda öllu sínu, heldur líka barasta að öll sín kúlulán séu felld niður eins og ekkert á meðan megin þorri fólks þarf að þola það að skuldir þeirra margfaldast (sem má meðal annars rekja til hinna fyrrgreindu kúlulánahóps) og eiga jafnvel á hættu að missa allt sitt. Ég er á því að það er ekki líklegt að önnur stjórn geri betur en sú sem er. Hins vegar fer ég ekki dult með það að mér finnst að
þetta eigi ekki að fá að gerast svona.
Við vitum öll að þetta svokallaða kúlulánafólk getur ekki borgað sín lán. Þessar upphæðir á þessum lánum eru gríðarlegar og flestir ef ekki allir munu ekki vera borgunarmenn fyrir þessu. Er samt rétt bara að stroka þetta út?? Eiga menn ekki að taka neina ábyrgð á neinu?? Er rétt að bara að segja "það getur engin borgað svona upphæð" en síðan á bara að láta allan annan almenning borga og borga, ég veit ekki í hvað mörg ár vegna einhvers sem við teljum nauðsyn, það er venjulegt húsnæði undir fjölskylduna og venjulegan fjölskyldubíl (sem flestir töldu allavega fram á síðasta ár að væri nauðsyn)
Segjum svo að þetta Kúlulánafólk geti ekki borgað skuldirnar sínar. Er ekki þá rétt að taka þær eignir sem þetta fólk þó á upp í þessar skuldir?? Flest þessa fólk á meiri og verðmætari eignir en þorri almennings. Nú ef fólki finnist það of "harðneskjulegt", af hverju á þá ekki að bjóða þessu fólki að borga af þessum lánum í svo sem næstu 30-40 ár?? (allavega svona til að fá eitthvað upp í skuldina). Ja eða einhverskonar blöndu af þessu, það er hluta af eignum fari í þessar skuldir og síðan einhverjar greiðslur næstur 15-30 árin. Ekki voru þessar skuldir stofnaðar til að koma þaki yfir fjölskylduna. Ekki var ætlunin að deila hugsanlegum hagnaði til okkar hinna, (eða var það nokkuð??). Var ekki alltaf ætlunin að hagnast á þessu sjálfur og jafnvel í einhverjum tilfella að koma síðan hagnaðinum undan (til þess að sleppa við að deila allavega skattinum til okkar).
Hvaða ástæðu höfum við til að taka á okkur skuldir þessara manna?
EKKI NOKKRA ÁSTÆÐU. Þó að mér finnist ekki miklar líkur á að önnur stjórn geti gert nokkuð betur en þessi sem nú situr að þá er maður samt langt í frá sáttur. Við vitum öll að það er ógurlegt verk að reyna að koma öllu saman og forða okkur frá gjaldþroti. Hins vegar er það ömurleg skilaboð til okkar að frýja það fólk sem var einna stærstu þátttakendur í þessu hruni frá allri sinni ábyrgð en skella svo öllum skuldunum þeirra á borðið til okkar.
Jæja meira var það ekki.
Nýja "twitterið" mitt twitter.com/thaiiceland
Fyrir þá sem hafa áhuga á Windows 7
Mynni auðvitað líka á greinarnar mínar á thaiiceland vefnum
...hún dáið úr malaríu 9 ára. Það hafði komið fram í blöðum um 50 árum áður en hún heimsótti manninn......hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út....
...pakka sem innihélt 2 fartölvur, gullkeðju, 2 dýra farsíma og síðast en ekki síst USD 8.500 dollara í seðlum....
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????)...
..(fyrsta sinn sem ég hef heirt að nokkur skot í mann séu ekkert hættulegt)...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.