14.11.2009 | 09:17
Eftirmiðdegis te með Susan Boyle...
Susan Boyle er ein af skemmtilegri konum sem maður hefur séð. Hún kom sá og næstum sigraði í Breska sjónvarpinu. Þætti sem (ef ég man rétt) heitir "British got talent". Það eru skiptar skoðanir um þennan þátt og virðist sem stjórnendur þáttana hafi gert í því að fá í þættina fólk sem hægt var að hlæja að (og gera grín að). Það eitt og sér finnst mér afskaplega miður. Öll erum við manneskjur með tilfinningar. Hins vegar breytti það því ekki að Susan varð heimsfræg á einni nóttu (og það kannski verðskuldað). Álagið var mikið og á endanum brotnaði hún undan því. Sem betur fer fékk hún góða hjálp og kannski hún sé búin að ná sér eftir þetta. Nú er að koma út geisladiskur með henni. Diskurinn kemur út þann 23 nóvember og ber heitið "I Dreamed A Dream". Það merkilega við þetta allt saman er að maður getur tekið þátt í einhverskonar leik eða happadrætti þar sem vinningurinn er að fá að drekka eftirmiðdegis te með Susan sjálfri í London. Því miður getum við Íslendingar ekki tekið þátt í þessu, þar sem leikurinn er aðeins fyrir Bandaríkjamenn. Það hefði ekki verið amalegt að geta tekið í þessu líka. Ég hugsa að ég hefði ekkert verið á móti því að drekka með henni tesopa. Ég held að maður mundi frekar vilja hitta Susan heldur en margar aðrar stjörnurnar og væri held ég örugglega skemmtilegra að rabba við hana yfir tebolla en marga aðra. Ég læt hér fylgja link inn á Amazon þar sem hægt er að panta geisladiskinn og þar er hægt að skoða þetta tilboð um tedrykkjuna.
Susan Boyle: I Dreamed A Dream
Kveðja thaiiceland www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.
Nýja "twitterið" mitt twitter.com/thaiiceland
Mynni auðvitað líka á greinarnar mínar á thaiiceland vefnum
...hún dáið úr malaríu 9 ára. Það hafði komið fram í blöðum um 50 árum áður en hún heimsótti manninn......hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út....
...pakka sem innihélt 2 fartölvur, gullkeðju, 2 dýra farsíma og síðast en ekki síst USD 8.500 dollara í seðlum....
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????)...
..(fyrsta sinn sem ég hef heirt að nokkur skot í mann séu ekkert hættulegt)...
Athugasemdir
Takk fyrir að fjalla um Susan Boyle.
Hún er að mínu skapi - Trú sjálfri sér í allri athyglinni. Frábært að hún skuli hafa upplifað draum sinn.
Ég hlusta oft á hana á netinu - ætla að eignast diskinn hennar.
Mbk.
Benedikta E, 14.11.2009 kl. 11:13
Takk fyrir komentið. Ég hef ekki hlustað mikið á hana. Hugsaði ekki út í það að leita á netinu. Ég horfi líka svo sjónvarp að ef hún hafi verið í sjónvarpinu hér (í Thailandi) að þá hef ég misst af henni (finnst samt ólíklegt að hún hafi verið í sjónvarpinu hér). Hins vegar fannst mér hún frábær þetta litla sem ég sá hana. Ég er ein af þeim sem finnst oft voða lítið merkilegt með allar þessar stjörnur. Kannski þess vegna fannst mér hún kannski svona frábær. Meira svona eðlileg.
Ef það skildi vera að þú kaupir diskinn á netinu að þá bendi ég endilega á amazon linkin minn (reyna að hafa einhverjar tekjur af þessu.. veitir ekki af þegar allt er að fara í þrot ).
Susan Boyle: I Dreamed A DreamKjarri thaiiceland, 14.11.2009 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.