Jæja.... barasta allt eðlilegt!!!

Maður setur smá spurningamerki þegar talað er um eitthvað sé eðlilegt í tengslum við þetta félag.

Byrjum t.d. á Sterling (hringekkjunni). Þar var líka allt eðlilegt (eða hvað??). Þar var keypt vita verðlaust flugfélag á einhverja milljarða (minnir að þeir hafi verið 4 eða 5 milljarðarnir). Síðan var keypt annað félag (Maersk að mig minnir)  sem ég sá á einhverri vefsíðunni að með því að taka við skuldunum að þá fengu þeir meðgjöf með því félagi (þessar skuldir erum við sennilega að borga núna, allavega borguðu eigendurnir þær sennilega aldrei, eigendurnir tóku bara út peninga en skuldirnar eigum við að borga). Þessi flugfélög voru sameinuð í eitt Sterling og síðan var þetta verðlausa flugfélag selt til FL group fyrir einhverja 11 milljarða. Síðan var flugfélagið selt aftur (ég man ekki hvort það var í eitt eða tvö skipti í viðbót og endaði þó á að vera selt á 20 milljarða (þó það hafi verið jafnverðlaust og í upphafi). FL sagðist hafa grætt ógurlega á sölunni (nema hvað þeir áttu stóran hlut í nýja félaginu sem keypti) og veittu þar að auki að mig minnir 14 milljarða sem kaupendalán (eða hvernig sem það var nú orðað) sem var held ég svo aldrei borgað til baka. Þeir gátu sýnt fallegan hagnað á þessari sölu í bókhaldinu þó raunin var kannski óheyrilegt tap á þessum viðskiptum. Sennilega er allt í sambandi við Fons bara svona fallegar tölur sem anganvegin stóðu. Til að mynda þessar 40 milljarða eign fé sem var grundvöllurinn fyrir þessum gríðarlega arði sem eigendurnir greiddu til sjálfs síns (Arðurinn hefur væntanlega verið beinharðir peningar sem "gætu" hafa ratað í einhver skattaskjól). Þetta eigin fé?? Var það kannski búið til úr einhverju loftbóluhlutabréfum í einhverjum félögum sem gengu kaupum og sölum á milli sömu mannanna á þeim tíma (til að mynda Stering og fl.)??  Var þetta "eigin fé" kannski í raun og veru nánast ekkert, en á pappírum var það yfir 40 milljarðar!! Til að hægt væri borga sjálfum sér fullt af peningum?? Var ekki þegar byrjað að hrannast upp óveðurský seinnipart 2007 og menn áttu kannski frekar að fara varlega í stað fyrir að "dæla" út peningum úr félögunum í formi Arðs (arðs sem að mestar líkur var að engin innistæða var fyrir). Mér finnst þetta (ásamt svo óheyrilega mörgu tengt þessum ævintýramönnum) vera svo fáránlegt að maður verður eiginlega reyður þegar þessir menn koma í blöðin til að reyna að réttlæta þessar svikir allar. Með öll þessi svik á bakinu að þá mundi maður kannski reyna að láta fara lítið fyrir sér og vonað það besta. Nei nei ekki svona sorp... Halda þessir menn að með því að koma með yfirlýsingu í blöðin að þá muni landsmenn (sem flestir eru að missa húsnæði sín vegna þessara manna) bara allt í einu gleyma öllu baslinu,  í vorkunnsemi til þessara manna. Ég held satt best að sá tími sé liðin. Það var hægt að plata okkur á sínum tíma en ég held að við öll kaupum ekki þetta núna. 

Það má svona bæta við í lokin að þegar hringekkjunni var lokið og mennirnir fóru að tína eignirnar út úr félögunum (til að skilja bara eftir skuldir handa okkur) að þá keyptu þessir menn þessar eignir sem áður fóru á fullt af milljörðum (fullt af þúsundum milljóna) á einhverja þúsundkalla. Það kemur fram í fréttinni að Fengur "KEYPTI" Astraeus flugfélagið á 50 þúsund bresk pund sem gerir einhverja 10,5 milljónir eða minna en lítil íbúð í blokk (ath heilt flugfélag). 

Vona bara að allt verði rannsakað og þeir peningar sem að öllum líkindum hafa verið "stolið" undan að þeir verði sóttir til baka.  Ég held að engin af þessum mönnum finni til einhvers "skorts" eftir hrunið (sem má að einhverju eða öllu leiti eigna þeim).  Eini munurinn er sennilega sá að það er kannski "örlítið" minna af fáránlegum loftbólu-lúxus. Þeir búa í nánast sama lúxusnum og fyrir hrun, keyra um á sömu lúxusbílunum og eru sennilega með fullar hendur fjár á meðan þjóðin (sem þeir settu á hausinn) berst um í bökkum.

Annað var það ekki. 

Kveðja thaiiceland ti-twitter www.thaiiceland.com - thaiiceland heimasíðan. Endilega kíkja.

mbl.is Pálmi: Öll skilyrði fyrir arðgreiðslu fyrir hendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband