Komin vetur

Jæja þá er að koma vetur hér í Thailandi. Sennilega fer fólk á íslandi að hlæja þegar ég segi þetta. Veturinn hér er yfirleit um 20-30 gráðu hiti á daginn (þó það fari oft undir það á nóttunni). Hverjum mundi detta vetur í hug þegar hiti er um 25 gráður?? Nei nú segja flestir að ég hljóti að vera ruglaður. En satt best að segja að þegar maður er búin að vera hér í nokkuð mörg ár og  vanur hitatölum milli 30-35 og ekkert óalgeng að hítin fari jafnvel yfir 40 gráður og alltaf blankalogn að þá finnur maður vel fyrir því ef hiti fer undir 20 gráður og hvað þá ef blæs eitthvað líka. Og sumar nætur þegar  hiti fer vel undir 20 gráður að þá er öllum skítkalt (og auðvitað búið að slökkva á öllum viftum). Þessa næstu 2-3 mánuði þegar kaldast er hér að þá hugsar maður stundum til sænganna á Íslandi. Hér eru engar svona sængur. Eins vorkenni ég oft stelpunum þegar þær fara í skólann á morgnanna og í pilsi (með bera fótleggina). Mikið vildi ég stundum geta keypt gammósíur handa þeim. En hér er ekki til gammósíur. Maður sér krakkana í skólanum alla í stuttbuxum og pilsi, flestir í einhverskonar þunnum úlpum en allir með bera fótleggi og hríslast úr kulda. Þetta er sem betur fer ekki langur tími en samt 2-3 mánuðir. 

Annars eru aðrar fréttir sem koma frá Bangkok. Þar er aldrei svona kalt og einmitt núna (í enda monsúnrigninganna) að þá hefur rignt mikið í Bangkok. Ég sá í fréttum núna áðan að á sumum stöðum að þá er um 30 og allt upp í 60 sm djúpt vatn á götunum (Samut Prakan) og allt á floti. Það er auðvitað rigningar á hverju ári (Monsún-ið) en þó er ekki oft sem allt fer á flot svona. Þó sér maður á hverju ári að einhverstaðar fer allt á flot. Ég man eftir því að það fór allt á flot í Bangkok fyrir um 15-20 árum síðan. Ég get samt ekki sagt hvort flóðin núna séu meiri eða minni en þá þar sem ég hef verið fyrir utan Bangkok í bæði skiptin. Þó finnst manni vera mikið vatn á götum þegar maður sér þetta í sjónvarpi. Verst held ég samt að sé allur sóðaskapurinn af þessu. Þegar svona flóð verða að þá flýtur mikið af drullunni sem er í ræsunum upp og kemur upp á göturnar. Það ásamt allri drullunni sem er á götunni blandast svo saman í vatninu og þá verður þetta ógeðsleg blanda sem ég efast um að sé góð fyrir heilsuna. Það er bara ágætt að vera langt fyrir utan Bangkok. Annars þarf ég samt að fara þangað um miðjan mánuðinn. En vona að þá verði allt orðið þurrt. 

Annars er lítið að frétta héðan. Það kom fram í síðasta eða næstsíðasta pistli að Laukratong hátíðin er yfirstaðin. Við fórum að Prasat Sikhoraphum. Þar var  fegurðarsamkeppni þar (er á hverju ári). Ég er ekkert svo spenntur fyrir svoleiðis. Bæði er ég svo ágætlega sáttur með það sem ég hef (og vona að hún sé líka sátt með mig) og eins finnst mér svona mikið málað kvenfólk bara ekkert fallegt. Þó horfði konan og stelpurnar á þetta og maður horfði á með öðru auganu. Annars hittir maður svo marga þegar maður fer svona. Þetta er ekki stór staður hér og það er eins og að búa í litlu þorpi heima. Hvert sem maður fer að þá er alltaf einhver sem heilsar manni. Öllum líkar vel við okkur og fólk er mjög elskulegt. Það er ekki að ástæðulausu að okkur líður vel hér.

Hins vegar hefur fjárhagurinn ekki blómstað eins vel og allt annað. Maður finnur vel fyrir ástandinu á Íslandi og það sem verra er að maður getur svo lítið skorið niður þegar þarf. Maður þarf alltaf að eiga við vegabréfsáritun og það er eiginlega stærsti kostnaðurinn okkar og ekkert hægt losna við þann kostnað. Núna um daginn að þá ákvað ég að setja inn auglýsingar á vefinn minn (sem hefur verið laus við auglýsingar frá upphafi) og þó ég geti gert ýmislegt að þá hef ég aldrei verið góður í "markaðssetningu" eða í því að auglýsa mig (eða vefinn minn). Ég hef þó látið mína nánustu vita en auðvitað þarf ég að ná fullt af fólki inn á vefinn til að þetta muni skipta einhverju máli. Eins og er að þá koma engar tekjur út á þetta. Við ætlum að reyna að geta verið hér áfram. Það er ekki spennandi tilhugsun að þurfa kannski að taka upp alla fjölskylduna og flytja til Íslands einmitt núna, vitandi að enga vinnu er að fá og ekkert. Þá er nú skárra að reyna eins og maður getur að láta hlutina ganga einhvernvegin hérna. En endilega látið fólk sem gæti hugsanlega fundið eitthvað við sitt hæfi á vefnum mínum, vita af honum. Ég mundi til að mynda halda að Tælendingar og fjölskyldur þeirra gæti fundið eitthvað þar og eins allir sem hafa áhuga á Thailandi. Og endilega látið mig vita ef ykkur finnst eitthvað eigi að vera þar (sem er ekki  núna).

Kveðja Kjarri thaiiceland. 

Mynni auðvitað á greinarnar mínar á thaiiceland vefnum  

www.thaiiceland.com
...hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út....
...pakka sem innihélt 2 fartölvur, gullkeðju, 2 dýra farsíma og síðast en ekki síst USD 8.500 dollara í seðlum....
...Hér í Thailandi er enn verið að tala um lestarslysið sem var her í byrjun mánaðar. Nú eru menn að tala um hvort...
.þó þetta sé ekki viðurkennt Scandinaviskt velferðarland..
..nú hefur verið mikið um rigningar í Bangkok og allt á floti í sumum hverfunum þar..
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????)...
..(fyrsta sinn sem ég hef heirt að nokkur skot í mann séu ekkert hættulegt)...
..Hann segist hafa keyrt nokkra hringi í kring um flugvöllin (flugvöllurinn er í miðri Bangkok) og síðan hafi hann dregið fram byssuna og skotið..

Kveðja thaiiceland www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.
Fyrir þá sem hafa áhuga á Windows 7

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband