Hver mundi ekki brosa til að fá 4faldar mánaðartekjur verkamanns...

Ég fór aðeins inn á upplýsingasíðu Úrval Útsýnar vegna gólfferða til Thailands. Þar er að sjálfsögðu ýmislegt gagnlegt. Þó þegar maður er búsettur hér og veit svona það helsta um verðlag og launakjör að þá koma upplýsingar um þjórfé nokkuð skemmtilega fyrir sjónir. Í Bangkok er ekkert óalgengt að hafa um 6.000 Bath í laun á mánuði. Í smærri borgum inni í landi er hins vegar oftar sem þessi tala er um 3-4.000 Bath á mánuði. Á upplýsingasíðu Úrval Útsýnar er mælt til þess að gefa kylfubera um 200-250 Bath fyrir hvern hring. Nú veit ég ekki hvað svona hringur tekur langan tíma en miðað við að kylfuberinn fái einn hring á dag að þá gerir það bara eitt stykki algeng mánaðarlaun verkamanns í Bangkok. Þetta er bara þjórféð sem hann fær. Í raun er greitt fyrir kylfubera í greiðslu fyrir gólfið svo þetta er bara hrein viðbót við laun. Síðan er sagt að gott sé að láta bilstjóra sem keyrir gólfmennina til og frá gólfvellinum um 20-40 fyrir hvern farþega. ég veit ekki hvað margir farþegar eru í hverri ferð. En miðað við að þetta sé svona "minibus" sem eru mjög algengir á öllum ferðamannastöðum hér að þá geta verið um 10-12 manns (eða jafnvel fleiri) í hverri ferð. Það mundi gera 2-400 Bath í þjórfé fyrir hverja ferð. Ég reikna fastlega með að þetta sé nú ekki eina ferð bílstjórans þó kannski sé þetta eina ferðin á gólfvölinn. Hann kannski fær einhverjar aðrar ferðir þann daginn. Fyrir utan það að þetta er bara þjórféð sem hann fær. Ef hann fær 400 Bath í þjórfé á hverjum degi að þá er hann með 2föld mánaðarlaun verkamanns í Bangkok bara í þjórfé og 4föld algeng mánaðarlaun inn til landsins. Það finnst mér bara ansi gott verð ég að segja. Þetta eru kannski ekki háar tölur á Íslandi en eru bara töluverðir peningar hér. Síðar er talað um að Thailendigar brosi meira ef þeim er gefið þjórfé. Ég spyr þá... Hver mundi ekki brosa ef hann geti haft 4faldar mánaðartekjur verkamanns út úr því??

Annars bara kveðja héðan.
Kjarri thaiiceland. www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.
Fyrir þá sem hafa áhuga á Windows 7

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband