11.11.2009 | 10:44
Góður þáttur í sjónvarpinu í gær....
Það var góður þáttur í sjónvarpinu í gær á stöð 3. Þátturinn heitir "at ten" og er alla þriðjudaga klukkan rúmlega 10 á kvöldin. Á Íslenskum tíma mundi það vera um 3 eftir hádegi á þriðjudögum (svona ef einhver gæti hugsað sér að reyna að skilja Thailenskuna). Hægt er að nálgast helstu Thailensku sjónvarpstöðvarnar á heimasíðunni minni thaiiceland.com (og eins yfir 70 útvarpstöðvar í Thailandi og í allt yfir 400 sjónvarps og útvarpstöðvar í yfir 7 löndum, þar á meðal flestar skandinavísku útvarpstöðvarnar).
Ég ætla að skrifa meira um þennan þátt á heimasíðunni minni (reyna að skipta þessu svona aðeins á milli bloggsins hér og bloggsins á thaiiceland heimasíðunni) en ætla að fara í helstu atriðin um þáttinn hér.
Ég hef alltaf haft áhuga á dulrænum fyrirbrigðum og þótt ég hafi ekki farið offari í þeim efnum að þá hefur þetta alltaf verið svona "bak við". Það er svo oft sem maður er að velta fyrir sér "hvað taki við" þegar að endalokum kemur hér. Þó auðvitað kirkjan hafi sína skoðun að þá hafa líka öll önnur trúarbrögð hinar ýmsu skoðanir í þeim efnum og eins og ég kannski mun einhvern tíman skrifa um (hef oft hugsað um það en er eftir að koma því frá) að þá held ég að maður eigi ekki í blindni að trúa á eitthvað sem mamma og pabbi sögðu að væri það eina rétta. (þá gæti maður allt eins kosið FLOKKINN að því að mamma og pabbi gerðu það). Það virðist vera þannig að einu réttu trúarbrögðin séu þau á þeim stað sem maður fæddist... en meira um það síðar.
Jæja áfram með söguna. Í þessum sjónvarpsþætti var talað um mál sem varð fyrir nokkrum árum síðan. Maðurinn sem málið snerist um dó fyrir um 6 árum síðan. Hann var læknir og allt hans líf þá þjáðist hann af stöðugum höfuðverkjum. Einn daginn þegar hann lá á spítalanum að þá kom til hans stúlka (um 9 ára gömul) og sagðist vera dóttir hans úr fyrra lífi og spurði hvort hann mundi eftir sér. Engin annar sá stelpuna en hins vegar sá konan hans og hjúkrunarkona hann í miklum samræðum við einhvern og seinna (stelpan heimsótti hann nokkuð oft) að þá skrifuðu þau niður það samtal mannsins við stúlkuna.
Nú verð ég að reyna að hemja mig hér. Mér finnst ég ekki fá nógar heimsóknir á heimasíðuna mína og var búin að ákveða að skipta blogginu aðeins á milli svo ég hef þessa sögu í heild þar. farið á linkinn hér til að sjá alt framhaldið og fyrirgefið mér að hafa þetta ekki allt hér.
...hún dáið úr malaríu 9 ára. Það hafði komið fram í blöðum um 50 árum áður en hún heimsótti manninn...Mynni auðvitað líka á hinar greinarnar mínar á thaiiceland vefnum
...hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út.......pakka sem innihélt 2 fartölvur, gullkeðju, 2 dýra farsíma og síðast en ekki síst USD 8.500 dollara í seðlum....
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????)...
..(fyrsta sinn sem ég hef heirt að nokkur skot í mann séu ekkert hættulegt)...
Kveðja thaiiceland www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.
Fyrir þá sem hafa áhuga á Windows 7
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.