11.11.2009 | 16:31
Frétt um barnsrán....
Núna rétt í þessu var í fréttunum að lögreglan náði að handsama konu sem 5 nóvember rændi 2 börnum úr skóla í Bangkok (held að börnin hafi verið um 4-5 ára í leikskóla). Eftir ránið fór hún með börnin í lest til Údon (sem er sennilega um 4-500 km norðaustur af Bangkok) þar hugðist hún selja börnin. Lögreglan gat komist á sporið og handók konuna í dag og börnin komust til foreldra sinna. Um leið og lögreglan handtók konuna fann hún annað barn sem konan hafði rænt 2 árum áður. Það barn hafði fengið nýtt nafn og verið selt á 5.000 Bath. (sem gerir innan við 20.000 íslenskar krónur á genginu í dag). Enn eru þó óupplýst 3 nýleg barnarán. Það kemur alltaf af og til að maður heyrir um barnsrán og það gerir mann alltaf hræddan. Þó það sé kannski ekki miklar líkur hér að þá vil ég alltaf keyra stelpurnar í skólann og sækja eftir skóla. Þetta er ekki löng leið og margir krakkar fara þetta sjálf en maður verður alltaf svo hræddur þegar maður heyrir svona. Maður heyrir stundum svo óhugnanlegar sögur með þessum barnsránum. Maður hefur til dæmis heyrt sögur um að börn séu rænd og síðan eru útlimur (hönd eða fótur) höggin af þeim og þau síðan látin betla í einhverri stórborginni. Hver mundi ekki gefa fötluðu barni pening?? Þessar sögur eru svo ógeðslegar að maður verður skelfingu lostin að heyra þetta. Frekar keyri ég þær þessa stuttu leið í skólann en að taka nokkra áhættu. Þó það sé ólíklegt hér.
Meira var það ekki (nema auðvitað vonar maður að þetta fólk fái LANGA OG MIKKLA REFSINGU.
Mynni auðvitað á greinarnar mínar á thaiiceland vefnum
...hún dáið úr malaríu 9 ára. Það hafði komið fram í blöðum um 50 árum áður en hún heimsótti manninn......hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út....
...pakka sem innihélt 2 fartölvur, gullkeðju, 2 dýra farsíma og síðast en ekki síst USD 8.500 dollara í seðlum....
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????)...
.. (fyrsta sinn sem ég hef heirt að nokkur skot í mann séu ekkert hættulegt)...
Kveðja thaiiceland www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.
Nýja "twitterið" mitt twitter.com/thaiiceland
Fyrir þá sem hafa áhuga á Windows 7
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.