4.12.2009 | 04:18
Furðulega orðuð frétt.....
Ég var að lesa frétt á visir.is og þar var ég svolítið hissa á orðalaginu þar. Sjálf fréttin er auðvitað ekkert til að gera grín að en orðalagið er nú þannig að maður getur ekki annað en talað um það. Setningin kemur hér óbreytt (samkvæmt Púka mbl að þá á að vera í í orðinu músiímskra en þar sem ég tók setninguna beint af visi.is að þá breytti ég því ekki)
Óeirðirnar í Xinjiang hófust þann 5. júlí síðastliðinn þegar átök urðu milli múslimskra frumbyggja í héraðinu og aðkomumanna. Að minnsta kosti 200 fórust í átökunum og 1600 létust. Þá flýðu þúsundir múslima höfuðborgina af ótta við afleiðingar sem þeir töldu að myndu hljótast af átökunum
Linkur á fréttina http://www.visir.is/article/20091203/FRETTIR02/97434791/-1Nú hef ég persónulega alltaf verið í vandræðum með stafsetningu og oft sem ég skrifa vitlaust (þó sjaldnast á mbl, þökk sé Púka leiðréttingarforritinu) En eins og flestir aðrir fæddir Íslendingar að þá tel ég mig skilja málið þokkalega vel. Ég veit ekki með ykkur en minn skilningur er að þegar sagt er að 200 mans hafi farist að það þýði 200 dánir. Á sama hátt er minn skilningur á að 1600 manns létust að þá hafi 1600 manns dáið. Eftir lestur á fréttinni að þá er maður bara eitt spurningamerki?????? Hvort dóu 200 manns eða 1600 manns???????
Þó ég hafi undanfarin ár verið erlendis að þá held ég samt að mín Íslenska hafi ekki dalað svo að tiltölulega einfaldar setningar valdi manni töluverðum heilabrotum??? Það mætti halda að þessi frétt hafi verið þýdd úr erlendri frétt í einhverri flýti og ekki vandað til og annaðhvort orðið fórust eða orðið létust hafi verið vitlaust þýtt og eigi að vera eitthvað annað. Það sem mér dettur helst í hug að 200 hafi látist og 1600 særst.
Jæja þetta er kannski meira til gamans en samt er auðvitað alvarlegt þegar mikið er af mistökum í fréttum. Maður getur ekki treyst fullkomlega á fréttir þegar mikið er af mistökum (sennilega er traustið á fréttamennsku þegar orðið allt of lítið eftir bankahrunið þar sem kannski vantaði þetta aðhald fjölmiðla fyrir hrun).
Nóg í bili
Kveðja thaiiceland www.thaiiceland.com thaiicelan heimasíðan mín. Endilega kíkja.Nýja "twitterið" mitt twitter.com/thaiiceland
Fyrir þá sem hafa áhuga á Windows 7
Mynni auðvitað líka á greinarnar mínar á thaiiceland vefnum
...hún dáið úr malaríu 9 ára. Það hafði komið fram í blöðum um 50 árum áður en hún heimsótti manninn......hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út....
...pakka sem innihélt 2 fartölvur, gullkeðju, 2 dýra farsíma og síðast en ekki síst USD 8.500 dollara í seðlum....
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????)...
..(fyrsta sinn sem ég hef heirt að nokkur skot í mann séu ekkert hættulegt)...
www.thaiiceland.com
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.