Sakamál upplýst með hjálp drauma...

Núna var að koma í fréttum ömurlegt mál sem hefur verið óleyst um nokkurra ára skeið. Þannig var að fyrir um 4 árum að þá hvarf stúlkubarn að því er virðist alveg sporlaust. Stúlkan hefur verið um 7 ára gömul þegar hún hvarf. Móðir stúlkunnar hefur haldið í þá von síðan hún hvarf að dóttir hennar væri enn á lífi. Ekkert lík hafði fundist og hún hélt í þá von að barninu hefði verið rænt og kannski mundu þau getað fundið hvort annað síðar á ævinni. Síðan um 3 árum eftir að stelpan hvarf að þá fór hún að fá drauma um dóttir sína. Dóttirin sagði henni að hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út. Þegar þessir draumar ágerðust að þá hafði hún samband við lögregluna og núna nýlega að þá ákvað lögreglan að rannsaka málið aftur (og betur). Síðan beindist grunur að manni sem gæti tengst hvarfi barnsins. Þegar lögreglan svo yfirheyrði manninn að þá játaði hann brotið. Hann hafði verið verið að vinna í byggingu í nágreni heimili barnsins og síðan sá hann stelpuna (hann þekkti foreldra hennar) vera að leika sér í nágreninu. Hann var búin að drekka og var ekki alveg allsgáður og sagðist ekki hafa staðist það að sjá stelpuna. Hann nauðgaði stelpunni og þegar hann taldi að einhver var að koma að þá drap hann hana og setti í stóran poka. Síðan kom hann pokanum fyrir í ræsi undir gólfi á byggingunni og lokaði fyrir og flísalagði yfir. Þegar lögreglan fór í umrætt hús og braut upp gólfið (á þeim stað sem maðurinn sagði) að þá fann hún þar bein af barni, föt og skóna sem stelpan hafði verið í. Eins og áður sagði að þá var þetta í ræsi og allt fljótandi í vatni, alveg eins og í draumum móðurinnar þar sem dóttir hennar sagði henni að hún væri lokuð inni í bleytu og kæmist ekki út. Auðvitað er þetta hræðilegt mál og gott að búið er að handtaka manninn. Þetta mál hefði þó sennilega aldrei verið upplýst nema vegna drauma móðurinnar.

Mynni á greinarnar mínar á thaiiceland vefnum  

www.thaiiceland.com
...hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út....
...pakka sem innihélt 2 fartölvur, gullkeðju, 2 dýra farsíma og síðast en ekki síst USD 8.500 krónur í seðlum....
...Hér í Thailandi er enn verið að tala um lestarslysið sem var her í byrjun mánaðar. Nú eru menn að tala um hvort...
.þó þetta sé ekki viðurkennt Scandinaviskt velferðarland..
..nú hefur verið mikið um rigningar í Bangkok og allt á floti í sumum hverfunum þar..
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????)...
..(fyrsta sinn sem ég hef heirt að nokkur skot í mann séu ekkert hættulegt)...
..Hann segist hafa keyrt nokkra hringi í kring um flugvöllin (flugvöllurinn er í miðri Bangkok) og síðan hafi hann dregið fram byssuna og skotið..

Kveðja thaiiceland www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband