Færsluflokkur: Bloggar
18.10.2009 | 11:50
Sukkið að byrja aftur
Jæja þá er sukkið að byrja aftur hjá bankamönnum í Bretlandi. Þeir hafa það sem "afsökun" að ef þeir fái ekki að borga svona bónusa þá fari "besta" fólkið eitthvað annað. Það má alveg eins segja að ef við gætum snúið til baka til fyrir hrun að þá held ég að við stæðum betur í dag hefðu sumir þessir "færu" bankamanna yfirgefið bankana (vegna lélegra bónusa). Við hefðum kannski setið eftir með minni banka en þeir hefðu þá kannski ekki hrunið eins og spilaborg þegar versnaði á dalnum. Ég held að það sé alveg í lagi að sumt þetta fólk fari annað.
thaiiceland www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja
Breskur ríkisbanki greiðir háa bónusa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2009 | 09:37
sagan endalausa
Þetta ætlar að taka ansi langan tíma að klára þetta mál. Öll önnur mál stranda á iceslavinu og þó maður sé ekki alveg sammála því að þá verður samt að fara klára það. Þeir vilja að við borgum upp í topp þó eitthvað verði eftir árið 2024 með sömu vöxtum og fyrir 2024. Ég veit ekki hvað á að segja við því. Mér fyrnst við vera í nokkuð vondri stöðu með að semja og það þarf að klára þetta fljótt. Kannski það væri meiri skaði að láta stranda á þessu atriði.
En verst fyrnst mér þó að ef að dómstólar komast að því að við þurfum ekki að borga að þá eigum við samt að halda áfram að borga!!! Maður sér alveg við hverskonar RUDDA Íslendinga eru að semja við. Þeir vita svo sem er að við eigum ekki marga möguleika. Það er annaðhvort að fara að þessum afakjörum eða sleppa þessu og lenda í einhverju sem í raun engin veit hvað verður. Margir hafa þó skoðanir á því og segja að það veði ekkert alvarlegt sem gerist. Ég held þó að við mundum lenda í miklum vandamálum ef við semjum ekki. Ég skal þó ekki segja hvort þau verði meira en þau vandamál sem við fáum á þessum afakjörum en það er alveg ljóst að Bretar og Hollendingar virðast gefa algjöran skít í ástand mála hér og ætla að fá "sitt" alvega sama hvernig. Ég hef verið alltaf á því að við eigum að semja. Hins vegar fyrnst mér stundum hvort við höfum ekki farið allt of langt á móts við kröfur Breta og Hollendinga? Hvort við séum búin að teygja sáttahöndina of langt? Það sýnir sáttavilja þeirra við þjóð í neyð að þó svo að dómstólar mundu segja að við eigum ekki að borga að þá eigum við SAMT að borga.
Ég ætla ekki að fara að "hrósa" sjálfstæðismönnum fyrir að standa á því að við mundum ekki borga. Ég er ekkert viss um að þeir mundu segja það sama ef þeir væru í stjórn. Held að þetta henti þeim bara núna til að auglýsa sig. Ég held að sá flokkur hafi ekki færst millimetra frá því "að skara að eigin köku" og sést það barasta best á unga fólkinu í flokknum sem fyllti flugvél af stuðningsfólki til að kjósa sig. Það er allt of mikið enn af "hrunageni" í þeim flokki og það mundi ekkert skána þó þeir kæmu (kannski bara versna!).
Jæja nóg í bili. (tek það fram að þetta er bara mín skoðun og það geta, og er nokkuð öruggt að sumir hafi aðra sýn á málið. Bara svona svo til að mynna á).
Thaiiceland www.thaiiceland.com Heimasíðan mín (Kíkja endilega).Icesave-fyrirvörum breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2009 | 12:11
Já ég bjóst ekki við þessu svona strax.
Það eru bara örfáir dagar síðan ég ákvað að birta auglýsingar fyrir Google á heimasíðunni minni www.thaiiceland.com Auðvitað reiknaði ég nú alltaf með því að það mundi skila sér í góðri tekjuaukningu hjá þeim.... en ég reiknaði ekki með að það kæmi svona strax. Ég sé líka að þeir fara bráðum að eiga vefinn með nærri 70% af honum. Þetta er orðið ansi lítið eftir fyrir okkur hin að berjast um.
Kveðja thaiiceland
Tekjur Google aukast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 07:46
Fyrsta bloggið á mbl.
ég er hér í Thailandi og að reyna að skrifa þetta á Íslensku en.. skrítið. Í hvert skipti sem ég ýti á ae (þennan Íslenska staf sem er baeði a og e) þá breytist lyklaborðið sjálfkrafa í Enskt lyklaborð (án þess að ég fái ae-ið inn). Ég hef ekki lent í þessu áður og veit ekki hvort þetta tengist bara þessari síðu (innskráningu á nýju bloggi) eða almennt (þó hefur þetta ekki komið fyrir hjá mér áður). Jaeja það verður bara að hafa það.
Ég hef aðeins verið að blogg á thaiiceland blogginu mínu. Þar er nýjasta faerslan um það sem er núna aðalfréttin hér í Thailandi. Það er morð á konu og barninu hennar. Þetta er ógeðslegt mál og er nánar á blogginu mínu þar
http://www.thaiiceland.com/blogg.htmAnnars vona ég að þetta verði gaman hér.
Aettla að láta þetta duga í bili (alltaf að lenda í vandraeðum með ae vandamálið og þarf alltaf að breyta lyklaborðinu aftur í Íslenskt).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)