Sukkið að byrja aftur

Jæja þá er sukkið að byrja aftur hjá bankamönnum í Bretlandi. Þeir hafa það sem "afsökun" að ef þeir fái ekki að borga svona bónusa þá fari "besta" fólkið eitthvað annað. Það má alveg eins segja að ef við gætum snúið til baka til fyrir hrun að þá held ég að við stæðum betur í dag hefðu sumir þessir "færu" bankamanna yfirgefið bankana (vegna lélegra bónusa). Við hefðum kannski setið eftir með minni banka en þeir hefðu þá kannski ekki hrunið eins og spilaborg þegar versnaði á dalnum. Ég held að það sé alveg í lagi að sumt þetta fólk fari annað.

thaiiceland www.thaiiceland.com  Heimasíðan mín. Endilega kíkja

 


mbl.is Breskur ríkisbanki greiðir háa bónusa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er öruggt að íslenskir bankamenn munu reyna allt til að fá bónusa og ofurlaun, en nú má ekkert gefa eftir.  Það er enginn ómissandi.

Jakob Falur Kristinsson, 18.10.2009 kl. 12:12

2 Smámynd: Kjarri thaiiceland

Já þeir reyna það alveg örugglega og það er satt að engin er ómissandi. Ég held að svona "ómissandi" menn hafi gert meiri skaða en gagn á síðusu árum.

Annars takk fyrir að verða fyrsti bloggvinur (nýbúin að opna þetta blogg).

Kveðja Kjarri thaiiceland. 

Kjarri thaiiceland, 18.10.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband