Laukratong...

Nú er skemmtilegur dagur hér í Thailandi. Laukratong dagurinn. Þetta er önnur af 2 skemmtilegustu hátíðunum hér. Hin hátíðin stendur yfir í nokkra daga frá 11 apríl til 14 apríl og er eiginlega nýársfagnaður Thailendinga og þá er vatni skvett á alla vegfarendur (tek fram að þá er einmitt einn heitasti tíminn í Thailandi). Nú er hins vegar komið að Laukratong hátíðinni. Hún stendur bara yfir í dag en er ekki alltaf á sömu dagsetningu (þó er hún held ég alltaf í nóvember). Þetta er hátíð ástarinnar. I kvöld safnast allir saman við eitthvað vatn og setja á flot lítið skraut sem er oftast með logandi kerti í miðjunni. Oftast er þetta skraut búið til úr trjástilk (held að það sé stilkur af bananatré, mjög létt í sér og flýtur vel). Síðan er þetta skreitt með laufblöðum og öðru skrauti og svo að endingu er reykelsi og kerti sett í miðjuna. Síðan áður en þessu er fleytt að þá biður fólk í hljóði (um eitthvað) oft biðja ung pör um gott samband og góða framtíð. Það er oft ofsalega fallegt að sjá svona fljóta á vatni. Þó er þetta kannski ekki svo umhverfisvænt þar sem oft er fólk að nota frauðplast í staðin fyrir trjástilkinn. Þó er fólk aðeins farið að átta sig og nú kemur oft fram í fjölmiðlum að nota ekki svoleiðis. Við fjölskyldan munum loka snemma í kvöld og fara saman til "Prasat Sikhoraphum" sem er gamalt trúarklaustur (sennilega frá Kampútseu þar sem við erum ekkert langt frá landamærunum og áður fyrr var þetta hluti af Kampútseu). Þar verður sennileg allt fullt af fólki og gaman. 
Loy-krathong
Hefðbundið Laukratong skraut
Loy_kratong
Hefðbundið Laukratong skraut
loyflower
Stórt Laukratong skraut
Prasat Sikhoraphum
Prasat Sikhoraphum
Prasat Sikhoraphum
Prasat Sikhoraphum

Kveðja thaiiceland www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.

Mynni auðvitað líka á greinarnar mínar á thaiiceland vefnum  

...hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út....
...pakka sem innihélt 2 fartölvur, gullkeðju, 2 dýra farsíma og síðast en ekki síst USD 8.500 dollara í seðlum....
...Hér í Thailandi er enn verið að tala um lestarslysið sem var her í byrjun mánaðar. Nú eru menn að tala um hvort...
.þó þetta sé ekki viðurkennt Scandinaviskt velferðarland..
..nú hefur verið mikið um rigningar í Bangkok og allt á floti í sumum hverfunum þar..
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????)...
..(fyrsta sinn sem ég hef heirt að nokkur skot í mann séu ekkert hættulegt)...
..Hann segist hafa keyrt nokkra hringi í kring um flugvöllin (flugvöllurinn er í miðri Bangkok) og síðan hafi hann dregið fram byssuna og skotið..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband