4.11.2009 | 09:53
Prufa að setja inn bloggin mín sem rss
Jæja nú er ég búin að eyða allt of löngum tíma í heimasíðuna mína en á móti kemur að ég er að verða nokkuð sáttur við útkomuna. Nú er ég komin með linka á helstu fréttir (RSS feed) frá helstu fréttamiðlum frá Íslandi, Thailandi og síðan nokkra heimsmiðla (CNN, Reuters og fl.). Þess fyrir utan að þá er ég með helstu fréttamiðla frá hinum norðurlöndunum á hinum heimasíðunum mínum (www.thaidenmark.com, www.thainorge.com, www.thaisverige.com). síðan þess fyrir utan að þá er ég með linka á bloggin mín (líka sem RSS feed linkar). Auðvitað er allt annað þar á sínum stað (eins og þýðingarvélin frá Google og leikjalinkar fyrir börn (held að þar séu engir ofbeldisleikir) og linka á sendiráð (og ræðismenn fyrir Íslendinga og Thaileindinga), Útvarps og sjónvarpstöðvarnar (yfir 400 stöðvar í um 7 löndum) og margt fleira.
Ég veit ekki hvort það tekst en ég ætla að reyna að setja inn blogglinkana mína með þessari færslu (sem rss feed). sjáum hvort bloggið tekur við því.
Annars er allt annað bara gott (nema ég þarf að fá meiri heimsóknir inn á síðuna mína og fá tekjur af auglýsingunum).
Kveðja Kjarri Thaiiceland.
ps. það virðist ekki vera hægt að setja inn þessa rss linka sem ég ætlaði að setja inn. Þið kíkið bara á heimasíðuna mína.
Kveðja thaiiceland www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.