28.11.2009 | 11:22
Skattur á arð (tekjur)....
Það er auðvitað leiðinlegt þegar þarf að hækka skatta hverju nafni sem þeir nefnast. Þó er þetta kannski einn mest misnotaða aðferðin við að losna við tekjuskatt. Að borga sér einhverja lúsarlaun og þiggja síðan óhemju í arðgreiðslur, kaupréttarsamninga eða einhverskonar bónusa í öðru formi en beinna launa. Af beinhörðum launatekjum þarf maður að borga mikinn skatt. Af fjármagnstekjum er borgaður einhver 10% af fjármagnstekjunum. Það getur verið að þeir sem vilja nota fjármuni sína til fjárfestinga vilji meina að sem minnstur skattur eigi að vera á fjármagnstekjur. Sama viðhorf hefur sjálfsagt flest launafólk til launaskatts. Hins vegar hafa fjármagnseigendur alltaf haft mikil völd og áhrif og auðvitað alltaf getað látið taka tillit til sinna viðhorfa. Það hins vegar vilja fáir tala máli almúgans sem getur ekki látið hluta launa sinna "heita" fjármagnstekjur og hefur alltaf verið dæmdur til að borga fullan skatt.
Hin gengdarlausa græðgi síðustu ára þar sem langflestir stjórnendur fyrirtækja (allavega þeim sem bar mest á) þáðu stærstan hluta launa sinna í einhvernvegin öðru formi en beinna launa hefur gjörsamlega rústað þessu kerfi. Þegar svoleiðis er að þá verður auðvitað eitthvað að gera. Best er auðvitað að reyna að minnka þetta skattalaga bil eða helst eyða því með öllu. Eins og staða þjóðfélagsins er að það einhver fjarlægur draumur að vonast til að launaskattur geti lækkað. Samt er allavega gott að þarna sé verið að reyna að jafna þetta bil.
Kveðja thaiiceland www.thaiiceland.com Heimasíðan mín. Endilega kíkja.Nýja "twitterið" mitt twitter.com/thaiiceland
Fyrir þá sem hafa áhuga á Windows 7
Mynni auðvitað líka á greinarnar mínar á thaiiceland vefnum
...hún dáið úr malaríu 9 ára. Það hafði komið fram í blöðum um 50 árum áður en hún heimsótti manninn......hún væri lokuð inni og allt svo blaut í kringum um hana og að hún kæmist ekki út....
...pakka sem innihélt 2 fartölvur, gullkeðju, 2 dýra farsíma og síðast en ekki síst USD 8.500 dollara í seðlum....
..Hann segist hafa skotið aftur í bilin á meðan hann keyrði og hlaðið byssuna aftur og haldið áfram að skjóta allt á meðan hann keyrði, (hvernig svo sem það er hægt????)...
..(fyrsta sinn sem ég hef heirt að nokkur skot í mann séu ekkert hættulegt)...
Hluti arðgreiðslna skattlagður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Númer 1: Kaupréttarsamningar eða aðrar slíkar bónusgreiðslur eru skattlagðar eins og laun.
Númer 2: Fyrirtæki þurfa fyrst að greiða 18% tekjuskatt áður en arður er greiddur út. Fyrir eiganda einkahlutafélags þýðir þetta að virkt skatthlutfall arðgreiðslna sé nálægt 28%. "Bilið" hefur því ekki verið meira en sem nemur um 7% í gegnum árin.
Númer 3: Hækki skattur á fjármagnstekjur upp í launaskatt verður virkt skatthlutfall um 18% plús 35% (eða hærra) eða 53% meðan almenningur fær að greiða töluvert lægri skatt, svo ekki sé talað um ef þrepaskattkerfið verður tekið upp.
Hvernig heldur þú að verði um nýsköpun í landinu þegar mönnum er beinlínis refsað fyrir að stofna fyrirtæki? Er það gott fyrir atvinnusköpun í landinu?
Blahh (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 17:31
Takk fyrir innleggið. Ég þekki greinilega ekki nógu mikið inni á þetta. Hins vegar er ég samt á því að fjármagnstekjuskatturinn hefur samt verið verulega misnotaður. Þegar menn tóku himinhá lán til að kaupa sig inn í fyrirtæki (auðvitað voru menn ekki í persónulegum ábyrgðum) og borguðu sér svo himinháar arðgreiðslur og síðan eru þessi fyrirtæki annaðhvort farin á hausinn eða svo gott sem það í dag. Engin í persónulegum ábyrgðum með lánin og þessir aðilar búnir að moka hundruðum miljóna í eigin vasa. Það getur verið að fyrirtækið hafi þurft að borga einhvern skatt af arðinum en það virðist ekki hafa verið mikið áhyggjuefni hjá þessum mönnum. Ég er alveg sammála að það á að hlúa að nýsköpun en það verður samt að stöðva svona fáránlegheit. Varðandi kaupréttarsamninga að þá veit ég sennilega ekki nóg hvernig skattar eru á svoleiðis. Hins vegar hefur verið sama bölvaða rugglið þar. Ég hélt að kannski hafi hvatinn verið skattalegs eðlis en það er sennilega einhver annar hvati þar. Ég er auðvitað sammála því að það vantar nýsköpun en það er líka í hag eigenda fyrirtækja (meirihluta eigenda sem eru að hugsa lengra en næstu daga) að stjórnendurnir þurrki ekki allt úr fyrirtækjunum og skilji eigendurna eftir með minna en ekki neitt eins og var í tísku fyrir hrun.
Kjarri thaiiceland
Kjarri thaiiceland, 29.11.2009 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.